Vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum. (Gult ástand)
Gengur í vestan 15-23 með dimmum éljum. Erfið aksturskilyrði og færð getur spillst.
Hugleiðingar veðurfræðings
Hægfara lægð er nú á Grænlandshafi og hún beinir til okkar svalri suðvestlægri átt, víða 10-18 m/s og dimm él, hvassast í éljahryðjum. Lægir í kvöld og nótt. Þó verður yfirleitt úrkomulítið um landið norðaustanvert. Frost 0 til 6 stig. Vestan kaldi eða strekkingur á morgun og áfram él, en um hádegi er útlit fyrir að það hvessi á sunnanverðu landinu, hvassviðri eða stormur þar síðdegis og varasamt ferðaveður. Þessi vestan strengur hefur verið nokkuð á reiki í spám síðustu daga og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám. Annað kvöld dregur svo úr vindi og ofankomu.
Þess má geta að á morgun á ört dýpkandi lægð að fara til norðausturs fyrir suðaustan land. Spár gera ráð fyrir að hún muni ekki hafa mikil áhrif hér á landi, en hún á að valda miklu illviðri í Færeyjum og Vestur-Noregi. Spá gerð: 30.01.2024 15:27. Gildir til: 31.01.2024 00:00.
Gul viðvörun: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói og Breiðafjörður
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast í éljahryðjum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Frost 0 til 6 stig. Vestan 8-15 á morgun og víða él, en 15-23 m/s á suðvestanverðu landinu um og eftir hádegi. Lengst af þurrt á Austurlandi. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld. Spá gerð: 30.01.2024 15:28. Gildir til: 01.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 og skúrir eða él, en hægari seinnipartinn og allvíða rigning eða slydda um kvöldið. Lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnandi, hiti 1 til 8 stig undir kvöld.
Á föstudag:
Gengur í suðvestan 13-20 og kólnar með éljum, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 7 stig seinnipartinn.
Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en lengst af þurrt á Austurlandi. Frost 0 til 12 stig, mildast við suðvesturströndina.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og él, en þurrt að kalla um landið suðvestanvert. Kalt í veðri.
Á mánudag:
Útlit fyrir austlæga átt með úrkomu um mest allt land og hlýnandi veðri í bili.
Spá gerð: 30.01.2024 08:03. Gildir til: 06.02.2024 12:00.