Bróðirinn strax talinn bera ábyrgð á alvarlegum upplognum sakargiftum – Reyndi að halda áfram að ljúga fyrir rétti
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir rangar sakargiftir og mun hann verða að sitja í fangelsi í níu mánuði, haldi hann ekki skilorð sem er til tveggja ára. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann krefjist þyngri dóms með áfrýjun.
Maðurinn tilkynnti til Neyðarlínu, lögreglu og Barnaverndar að bróðir hans hefði framið svívirðileg kynferðisbrot gegn eigin dætrum það sama kvöld ásamt fjórum öðrum mönnum.
Vitni sem lögregla ræddi við í tengslum við hin meintu alvarlegu brot bentu strax á að þau ættu ekki við nein rök að styðjast og væru upplogin og bentu öll á manninn sem líklegasta tilkynnanda. Vegna þess að hann hefði ofsótt bróður sinn og alla fjölskyldu sína sem og annað fólk honum óskyldu í um tuttugu ár.
Andlega veikur eða knúinn áfram af illvilja, nema hvort tveggja sé
Maðurinn á sér langa sögu sem eltihrellir og hafa allir útilokað hann með því að blokka síma hans og Facebook. ,,Hann ofsækir fólk sem hann þekkir og þekkir ekki neitt og á sér 20 ára sögu sem eltihrellir“ segir vitni. Þá kemur fram í dómnum að talið sé að maðurinn sé annaðhvort andlega veikur eða knúinn áfram af illvilja, nema hvort tveggja sé.
Neitaði sök og skáldaði ótrúlega lygasögu sem enginn trúði
Maðurinn sagði hins vegar fyrir dómi að dularfullur maður hefði fengið síma hans lánaðan og hringt til lögreglu. Hann gat ekki gefið upp hver þessi huldumaður væri en lýsti honum þó vel í smáatriðum, hann átti að hafa birst á gólfinu heima hjá manninum að nóttu til, til þess að hringja úr síma hans. Huldumaðurinn átti að vera Íslendingur sem hefði haft uppi á honum í Noregi, þar sem maðurinn er reyndar skráður óstaðsettur og er ekki heldur skráður í símaskrá. Neyðarlínan rakti símtalið beint til símanúmers mannsins og tók símtalið upp. Þá svaraði maðurinn í símann þau tvö skipti sem lögreglan hringdi í hann daginn eftir og fékk strax stöðu sakbornings. Bróðirinn fékk að heyra upptöku hjá lögreglu og staðfesti að þetta væri rödd sakbornings.
Dómari taldi ákærða galinn
Upptaka frá Neyðarlínunni var spiluð í dómsal. Þar þóttist ákærði ekkert kannast við rödd sína. Dómari, lögregla og brotaþoli töldu þó ljóst að ákærði væri karlmannsröddin á upptökunni. Dómari taldi skýringar ákærða auk þess galnar.
„Að mati dómsins er þessi frásögn ákærða frá öllum bæjardyrum séð fjarstæðukennd og með miklum ólíkindablæ. Hefur ákærði ekki fært fram neina rökrétta skýringu sem stutt getur frásögn hans. “
Því þyrfti að horfa með öllu framhjá framburði ákærða. Að mati Héraðsdóms var frásögn ákærða „frá öllum bæjardyrum séð fjarstæðukennd og með miklum ólíkindablæ“. Segir dómarinn.
Dómari og vitni telja manninn sérkennilegan
Dómari hlýddi á upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar. „Rödd tilkynnanda er að mati dómsins nokkuð sérkennandi og hafa lögreglumenn sem að málinu komið borið á sama veg og töldu sig á tíma rannsóknar geta borið kennsl á hana sem rödd ákærða,“ segir í dómnum.
Þá kom fram maðurinn hafi sagt frásögn bróðurins um meint áreiti hans í garð bróðurins vera „haugalygi“. Engin samskipti væru á milli hans og bróðurins en hann hefði síðast talað við hann á árinu 2016 en sá seki haldi áfram að ofsækja sig og annað fólk, jafnvel fólk sem sakborningur þekki ekkert.
3,2 milljónir í miskabætur og einkaréttakröfur fórnarlamba eru vel yfir tíu milljónir með vöxtum og dráttarvöxtum
Héraðsdómur taldi, þegar horft er til gagna málsins og ótrúverðugs framburðar ákærða, það sannað svo hafið verði yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um rangar sakargiftir gegn bróður sínum.
Maðurinn þarf auk þess að greiða bróður sínum 800.000 krónur í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta eins og öðrum fórnarlömbum hans. Dætrum bróðurins þarf maðurinn að greiða 300.000 krónur, Þá þarf hann að greiða þáverandi sambýliskonu bróður síns 150.000 krónur og dóttur hennar, þáverandi stjúpdóttur mannsins, 200.000 krónur.Þar að auki þarf maðurinn að greiða málskostnað þeirra allra, alls 550.000 krónur. Sínum eigin verjanda þarf maðurinn að greiða tæpar 1,2 milljónir króna. Eða samtals um 3.200.000 krónur auk vaxta og dráttarvaxta. Einkaréttakröfur eru vel yfir tíu milljónir með vöxtum og dráttarvöxtum.
Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 27. janúar 2025
Ákæruvaldið (Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari)
gegn X Erlendur Þór Gunnarsson (lögmaður)
Mál þetta, sem dómtekið var 14. janúar 2025, er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 15. júní 2023, á hendur X:„fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa að kvöldi laugardagsins 8. febrúar 2020 með röngum tilkynningum til Neyðarlínu 112 og Barnaverndar […]leitast við að koma því til leiðar að A yði að ósekju sakaður um refsiverðan verknað, sem leiddi til þess að lögregla handtók A sömu nótt og hóf rannsókn máls nr. 007-2020-[…]þar sem tekin var skýrsla af Ameð réttarstöðu sakbornings og könnunarviðtöl við Bog C, dætur A, af hálfu Barnaverndar […], en lögreglan hætti rannsókn málsins 23. nóvember 2020, eða sem hér greinir:
1. Hringt í Neyðarlínuna 112 undir nafninu Y og tilkynnt að A hafi beitt Bog C, sem væru dætur A á barnsaldri, kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal nauðgun, og deilt myndefni af kynferðisbrotum gegn stúlkunum á alþjóðlegri vefsíðu.
2. Sent tölvupóst úr netfanginu […]@outlook.com á D, starfsmann Barnaverndar […], í kjölfar símtals til Neyðarlínu 112, með nánari lýsingum á kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi, þar á meðal nauðgun og öðrum kynferðismökum, Agegn dætrum sínum í félagi við fjóra aðra karlmenn á tveimur mismunandi myndböndum.Telst þetta varða við 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Þess erkrafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Einkaréttarkrafa: Af hálfu A er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 2.000.000 krónur sem miskabætur skv. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar og þar til að mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Þá er gerð krafa um greiðslu þóknunar vegna lögmannsaðstoðar við að hafa kröfu þessa uppi að mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.Af hálfu Eer þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 1.500.000 krónur sem miskabætur skv. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar og þar til að mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er gerð krafa um greiðslu þóknunar vegna lögmannsaðstoðar við að hafa kröfu þessa uppi að mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.
Af hálfu A og F fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar Ber þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni1.500.000 krónur sem miskabætur skv. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar og þar til að mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er gerð krafa um greiðslu þóknunar vegna lögmannsaðstoðar við að hafa kröfu þessa uppi að mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.
Af hálfu A og F fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar Cer þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 1.500.000 krónur sem miskabætur skv. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar og þar til að mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er gerð krafa um greiðslu þóknunar vegna lögmannsaðstoðar við að hafa kröfu þessa uppi að mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.Af hálfu Ger þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 1.500.000 krónur sem miskabætur skv. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar og þar til að mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.
Þá er gerð krafa um greiðslu þóknunar vegna lögmannsaðstoðar við að hafa kröfu þessa uppi að mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.“
Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa. Hann krefst aðallega frávísunar einkaréttarkrafna en til vara að bótafjárhæðir verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann hæfilegramálsvarnarlauna til handa verjanda sínum.
Við upphaf aðalmeðferðar var leiðrétt með bókun nafn eins einkaréttarkröfuhafa en [misritun var á nafni kröfuhafans var í ákæru].IMálsatvik4.Þann 4. júní 2020 lagði Afram kæru á hendur ákærðasem er bróðir hans. Af því tilefni afhenti hann skriflega kæru sem undirrituð var af lögmanni hans svo og greinargerð um samskipti hans við ákærða og umfjöllun um málsatvik.5.Í kærunni er farið fram á lögreglurannsókn vegna meintra rangra sakargifta samkvæmt 148. gr. í almennum hegningarlögum nr. 19/1940.
Kemur fram að ákærði hafi í tveimur tilvikum sett fram alvarlegar ásakanir gagnvart brotaþola með tilkynningu til Neyðarlínu og í tölvupósti til barnaverndaryfirvalda um kynferðislega misnotkun brotaþola á barnungum dætrum sínum. Leiddi þetta til handtöku brotaþola og húsleitar á heimili hans. Í kærunni er gerð grein fyrir áralöngum samskiptum ákærða við brotaþola, fjölskyldu og fyrrverandi eiginkonu hans í formi ónæðis og ofsókna með ýmsum hætti, m.a. meðskilaboðum á samskiptamiðlinum Facebook. Brotaþoli greindi lögreglu strax frá grunsemdum sínum um að ákærði,bróðir hans, stæði á bak við hinar alvarlegu ásakanir.
Taldi hann annað tveggja koma til greina,að ákærði ætti við andleg veikindi að stríða eða væri knúinn áfram af illvilja í hans garð.
Upphaf málsins er rakið til þess að um kl. 20:00 sunnudaginn 9. febrúar 2020 tilkynnti varðstjóri bakvaktar rannsóknardeildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að hann hefði skömmu áður fengið símtal frá fulltrúa barnaverndarnefndar […]á bakvakt, sem hafði fengið símtal frá Íslendingi sem kvaðst staddur á Írlandi og vildi tilkynna meint kynferðisbrot Íslendings gegn tveimur dætrum sínum.
Tilkynnandi kvaðst heita Yog hefði hann nánari upplýsingar og myndskeið sem sýndu kynferðisbrotin. Lögregla ræddi einnig við starfsmann Neyðarlínu sem hafði tekið við tilkynningu sama efnis og fengið uppgefið símanúmer tilkynnandans. Með þessum hætti bárust böndin að ákærðaen í ljós kom að símanúmerið sem gefið var upp var norskt landsnúmer. Þegar lögreglan hringdií það númersvaraði ákærði og gaf lögreglu skýringar sem taldarvoru ótrúverðugar.
Í kjölfarið,þ.e.næsta dag,tók starfsmaður barnaverndar könnunarviðtal við dætur brotaþola, B og C ,en þar kom ekkert fram sem benti til þess að ásakanir um kynferðisbrot brotaþolaværu á rökum reistar.
Með úrskurði Héraðsdóms […]var hafnað kröfu lögreglu um heimild til leitar í tölvubúnaði ákærða sem hafði verið haldlagður við húsleit.Í forsendum úrskurðarins var á því byggt að ekkert hefði komið fram í málinu sem gæfi tilefni til rannsóknarinnar annað en sú tilkynning sem borist hefði. 8.Með bréfi barnaverndarnefndar […]16. júní 2020 var óskað rannsóknar lögreglu vegna meintra rangrasakargifta ákærða með því að hafa gefið barnaverndarnefnd rangar upplýsingar um brotaþola um kynferðisbrot gegn ólögráða dætrum hans. Hafi það leitt til þess að barnaverndarnefnd greip til viðeigandi aðgerða þá þegar.9.Símaskýrsla var tekin af ákærða 3. desember 2020 og hafði hann þá réttarstöðu sakbornings.
Sakargiftir voru þá bornar undir hann og neitaði hann sök. Kannaðist hann við að nefndur Yhefði fengið að nota símann hjá honum í Noregi en gat ekki gefið frekari skýringar á efni samtalsins.10.Með bréfi,dags. 23. nóvember 2020,var brotaþola tilkynnt að rannsókn lögreglu vegna meintra kynferðisbrota hans gegn dætrum sínum hefði verið hætt þar sem hún bæri ekki með sér að fótur væri fyrir ásökununum.
Skýrslutökur fyrir dómi. Ákærði kvaðstí upphafihafa fengið heilablóðfall sem hefði áhrif á minni hans. Hann hefðihins vegar sagt satt og rétt frá í skýrslutöku hjá lögregluog vísaði til þess sem fram kom í skýrslufrá 3. desember 2020. Kvaðsthann ekki eiga ísamskiptum við brotaþolaí dag en aðdragandi hafi verið að slæmum samskiptum þeirra á milli. Hefði brotaþoli lagt fæð á hann og talað illa um hann.
Ákærði kvaðst ekki kannast við þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Lýsti hann atvikum svo að maður hefðiallt í einu komið heim til hans. Sá hefðiverið símalaus og vantað peninga og hefði ákærði lánað honum farsíma sinn. Grunaði hann að maðurinn væri einhver félagi í brotaþolasemi hefði vitað af honum á svæðinu og þótt spennandi að hitta Íslendinga á erlendri grundu.
Aðspurður kvaðst hann ekki muna til þess að rætt hefði verið um brotaþola sérstaklega en taldi sennilegt að maðurinnhafi vitað um tengsl þeirra á milli. Maður þessi hefði stoppað hjá honum í um 30 mínútur. Hann hafi verið hálfræfilslegur og illa til fara. Hafi hann vísað manninum í skrifstofuhúsnæði sittog látið hann vera í einrúmi á meðanhann hringdi. Kvaðst ákærði því ekki vita hvað hann hefði aðhafst en ekki talið ástæðu til annars en að treysta manninum,auk þess sem hann hefðiaðeins verið einn í um 15 mínútur. Nánar spurður kvað hann farsímannsem hann lánaði honum hafa verið hálfónýtan Nokia-síma og skrifstofuhúsnæðið í raun vera vinnuskúr, hálfgerða geymslu. Enginn annar hefði verið heima er manninn bar að garði.
Hljóðupptaka frá Neyðarlínunni var spiluð í réttarsalnum. Ákærði kvaðst ekki þekkja þá karlmannsrödd sem þar heyrist en staðfesti að símanúmerið sem hringt var úr væri hans. Aðspurður kvaðst hann ekki muna eftir símtali frá lögreglu í framhaldinu eða hafa veitt þau svör sem höfð eru eftir viðmælanda í skýrslu rannsakara. Þá hefði hann í símaskýrslu lögreglu í desemberfarið eftir ráðleggingum lögfræðings og kosið að tjá sig ekki um ákveðin atriði. Hann kvaðst ekki kannast við netfangið […]@outlook.com.
Brotaþoli A kvað forsögu vera að því sem gerst hefði. Kvað hann ákærða hafa ofsótt sig sem og aðra fjölskyldumeðlimi. Hafi það að mestu farið fram á samfélagsmiðlum. Hafi hann einnig margoft skipt um símanúmer. Í þessu tilviki hefði ákveðnum hápunkti verið náð en atvikið samt sem áður komið flatt upp á hann. Atvikum lýsti brotaþoli svo að lögregla og fulltrúi barnaverndar hefðu komið á heimili hans og fjölskyldunnar um miðnætti umrætt kvöld. Yngsta dóttirin,B,hefði verið sofandi en C gist annars staðar. E, dóttir vitnisins G, hafi verið úti hjá vinum en var kölluð heim.
Hafi honum verið tjáð að tilkynning hefði borist og hafi hann sagt að ákærði væri þar að verki. Hann hafi engu að síður verið handtekinn og veriðá lögreglustöð yfirnótt. Hefði upplifun hans verið hræðileg.
Brotaþoli kvaðst ekki þekkja neinn Y. Hefði hann í skýrslu hjá lögreglu hlýtt á upptöku af símtali til Neyðarlínu þar sem nefndur Ytilkynnti kynferðisbrot hans. Kvaðst hann hafa verið fullviss um að karlmannsröddin væri rödd ákærðaenda þekkti hann hana vel og orðfæri sem hann notaði.
Spurður um frásögn ákærða um áreiti í hans garð kvað hann hana vera „haugalygi“. Engin samskipti væru á milli hans og ákærða í dag en hann hefði síðast talað við hann á árinu 2016.
D kvaðst hafa starfað sem fulltrúi barnaverndar […]á þeim tíma sem um ræðir og sinnt bakvakt. Aðili hefði haft samband við Neyðarlínuna og hefði hún tekið við samskiptunum eftir að starfsmaður Neyðarlínu ráðfærði sig við hana. Vitnið kvaðst hafa átt að baki margra ára reynslu sem félagsráðgjafi og hefði því komið að ýmsum málum. Ásakanir þær sem hér um ræddi hafi verið mjög alvarlegar og lýsingarnar grófar. Tilkynnandi kvaðst heita Y og kvaðst hafa séð íslensk börn á upptöku sem sýndi barnaníð.
Kvað hann föður stúlknanna, sem hann nafngreindi, vera gerandann. Hefði hann sent vitninu tölvupóst með upplýsingumsem hann hafði á takteinum.
Í kjölfarið var gripið til aðgerða og kom í ljós að stúlkurnardvöldust þá hjá föður sínum, brotaþola. Önnur stúlknanna var farin í gistingu annað þegar komið var á staðinn. Tekin var ákvörðun um að vekja ekki hina stúlkuna sem svaf.Stjúpsystirvar kölluð heim og var brotaþoli handtekinn af lögreglu.Fram hafi komiðhjá honumað hann teldi bróður sinn hafa veriðað verki.
Þá hefði verið rætt við móður stúlknanna sem vísaði ásökununum á bug en ákveðið var að ræða við stúlkurnar næsta dag. Vitnið kvaðst hafa mikla reynslu af slíkum könnunarviðtölum. Framkvæmd hefði verið létt skimun sem vitnið lýsti frekar og reynt að hafa viðtalið eins lítið íþyngjandi og mögulegtværi. Ekkert hefði komið fram hjá stúlkunum sem benti til þess að þær hefðu orðið fyrir kynferðis-broti. Var vitnið í miklum samskiptum við deildarstjóra barnaverndarnefndar […]vegna málsins semhefði tekið ákvörðun um framhaldið. Taldi vitnið að hún hefðieingönguunnið í málinu í sólarhring.
F, fyrrverandi eiginkona brotaþola,kvaðst hafa verið stödd erlendis þegar hún hefði fengið símhringingu frá barnaverndarfulltrúa sem hefði upplýst hana um handtöku brotaþola. Kvaðst hún strax hafa vitað að ásakanir á hendur brotaþola væru frá ákærða komnar vegna forsögu um áreiti í þeirra garð.
Hefði húná sínum tímalokað á samskiptivið hann á samskiptamiðlum. Þaubrotaþoli hefðu skilið árið […]og voru á þessum tíma með jafna umgengni dætranna. Þetta atvik hefði verið mjög erfitt fyrir vitnið enda hefði hún ekki verið til staðar fyrir dætur sínar þegar þetta gerðist. Hefði þetta haft mikil áhrif á alla fjölskylduna og samband dætranna við brotaþola.
E, stjúpdóttir brotaþola,kvaðst ekki hafa verið heima þegar hún fékk símtal og var beðin um að koma strax heim. Lögreglan hefði verið komin og brotaþoli í einhverju „ástandi“ og sagt að ákærði ætti sök á því sem væriað gerast. Hann hefðiverið handtekinn um fimm mínútum síðar. Vitnið kvaðst ekkert hafa vitað en var spurð spurninga af lögreglu og barnaverndarfulltrúa. Hún hefði frétt næsta dagað brotaþoli væri ásakaður um nauðgun en það hefði aldrei hvarflað að henniað gæti gerst.
Vitnið kvaðst hafa fundið fyrir vanlíðanlengi á eftir og verið kvíðin. Þá hefði það aukið á vanlíðan hennar aðenginnannar hefði veriðheima þegar þetta gerðist sem hefðihaft sitt að segja. Hún hefði rætt við sálfræðing um það sem gerðist eftir þetta og hefði henni batnað mikið við það..
G kvaðst hafa verið sambýliskona brotaþola á þeim tíma sem um ræðir. Hún hefði verið stödd erlendis er hún fékksímtal frá brotaþola sem greindihenni frá handtökunni. Sá grunur hefði strax vaknað að ákærði stæði á bak við þetta. Kvaðst vitnið hafa fengið hrikalegan kvíða enda í óvissu um hvar slíkar ásakanir kynnu að enda. Ch efðiverið hjá vinkonu sinni en Bsofandi heima. E,dóttir vitnisins,hefðiverið heima og hefði vitniðverið í stöðugum samskiptum við hana og barnavernd. Hafi vitninu fundist hræðileg upplifun að vera ekki hjá þeim í þessum aðstæðum. Vitnið kvað ástæðu grunsemdanna vera stöðugt áreiti ákærða í garð brotaþola og annarra ættingjavitnisins. Kvaðst hún hafalokað á samskipti viðhann á samskiptamiðlumaf þessum sökum. Aðspurð kvaðst vitnið hafa fundið fyrir miklum kvíða næstu mánuði eftir þetta.
Rannsóknarlögreglumaður nr. H kvaðst hafa haldið utan um rannsókn málsins vegna ásakana um rangar sakargiftir. Kvaðst hún hafa hringt í það símanúmer sem tilkynnandi hefði gefið upp og rætt við ákærða sem hefði svarað í símann. Hann hafi verið staddur í Noregier framburðarskýrslan var tekin. Hafi hann gefið skýringar á atvikum sem voru að mati vitnisins ótrúverðugar. Þá hafi rödd ákærða verið sérkennandi og talandinn afgerandi. Hafi hún talið að röddin væri sú sama og tilkynnanda til Neyðarlínu.
Rannsóknarlögreglumaður nr. I kvaðst hafa verið á bakvakt þegar útkallhafi borist vegna meintra kynferðisbrota brotaþola. Ásakanirnar hafi verið alvarlegarog var þeim fylgt eftirmeð því að fara á heimili hans en hann var handtekinn í kjölfarið. Hald hafi verið lagt á tölvur en beiðni um að fá að rannsaka þær var hafnað með úrskurði. Vitnið kvaðst hafa hringt í það símanúmer sem gefið var upp þessa sömu nótt og rætt við ákærða. Hefði frásögn hans að hans mati vitnisins verið ótrúverðug. Þá hafi verið hringt í símanúmer sem tilkynnandi hafði gefið upp en enginn svarað.
Rökstuddur grunur hefði vaknað um að ákærði hefði staðið að baki tilkynningunni þar sem röddin hefði verið sambærileg. IIINiðurstaða23.Ákærða er gefið að sök að hafa að kvöldi 8. febrúar 2020 leitast við að koma því til leiðar með tveimur röngum tilkynningum að A yrði að ósekju sakaður um refsiverðan verknað. Leiddi þetta til rannsóknar lögreglu á málinu og hafði framangreint athæfi afleiðingar eins og nánar greinir í ákæru. Rannsókn var hætt þann 23. nóvember 2020 þar sem talið var að kæran ætti ekki við rök að styðjast.
Fyrstu aðgerðir lögreglu við rannsókn meints kynferðisbrots eru raktar í skýrslu rannsóknarlögreglumanns. Var símanúmer er tilkynnandi hafði gefið upp í samtali við Neyðarlínu kannað strax í kjölfarið en sákvaðst staddur á Írlandi. Símanúmerið reyndist hins vegar vera norskt landsnúmer sem ákærði staðfestiað hefðiverið sitt númer.Brota-þoli greindi lögreglu þegar frá því að hann hefði sterkan grun um að ákærði stæði á bak við tilkynningu til Neyðarlínu.
Brotaþoli svo og vitnin F og G hafa borið um ýmisskonar áreiti ákærða gegn brotaþola í gegnum tíðina. Ákærði ber á hinn bóginn um hótanir brotaþola gagnvart sér. Ekki liggja fyrir gögn í málinu sem styðja þetta sérstaklega en samskiptavandi á milli brotaþola og ákærða virðist eiga rót að rekja til atvikaí fortíðinni sem ákærði telur brotaþola bera fulla ábyrgð á.
Brotaþoli lagði fram gagn í málinu samhliða kæru með samskiptum ákærða við sig á Messenger þann 5. maí 2020, þar sem m.a. kemur fram að nú fari að koma að því að brotaþoli verði settur í fangelsi. Ákærði neitar að hafa sent gagnið og telur að það kunni að vera falsað. Þó ekkert styðji að svo sé ber við mat á sönnunargildi gagnsins að horfa til þess að uppruni þess eróstaðfestur.
Ákærði hefur neitað sök. Í fyrsta samtali við lögreglu kvað hann Y,aðila sem hann ekki þekkti fyrir, hafa bankað upp á hjá sérog fengið leyfi til þess að hringja. Á sama veg bar hann í skýrslutöku hjá lögreglu 3. desember 2020 eftir að hafa verið kynnt réttarstaða sín. Þegarbornar voru undir hann spurningar er lutu að hinum röngu sakargiftum nýtti hann sér rétt sinn til þess að svara ekki.
Ákærði bar á sama veg fyrir dómi um komu Yá heimili hans til þessað fá að hringja. Hafi hann afhent honum farsíma sinn sem sé skýring þess að símanúmerið hafi verið rakið til hans. Nefndur Y, sem hafi verið hálfræfilslegur og illa til fara, hafi verið í einrúmi með símann í um 15 mínútur.
Að mati dómsins er þessi frásögn ákærða frá öllum bæjardyrum séð fjarstæðukennd og með miklum ólíkindablæ. Hefur ákærði ekki fært fram neina rökrétta skýringu sem stutt getur frásögn hans. Stendur honum nær þegar litið er til þess svo og atvika málsins að upplýsa um nokkuð það sem kunniað renna stoðum undir framburð hans, sbr. 115. gr. laga nr. 88/2008. Lítur dómurinn af framangreindum ástæðum alfarið framhjá framburði ákærðaum atvik.
Í málinu liggur fyrir upptaka af nefndu símtali til Neyðarlínu. Dómari hefur hlýtt á þá upptöku og hljóðritaða símaskýrslu af ákærða. Rödd tilkynnanda er að mati dómsins nokkuð sérkennandi og hafa lögreglumenn sem að málinu komið borið á sama veg og töldusigá tíma rannsóknargeta borið kennsl á hana sem rödd ákærða. Þá kom ákærði fyrir dóminn og gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Hafði dómari gott tækifæri til þess að hlýða á ákærða ogjafnframt aðbera rödd hanssaman viðþá rödd sem heyrðist í upptöku frá Neyðarlínu.
Þá ræddi dómari við ákærða eftir að slökkt var á upptöku í dómsal í viðurvist sakflytjenda og hafði ákærði þá uppi tiltekið orðalag sem er nákvæm-lega hið sama og kemur fram í lok fyrrgreindrar upptökufrá Neyðarlínu. Telur dómari að fallast megi á að yfirgnæfandi líkur séu á því að ákærði hafi verið sá aðili sem stóð að baki tilkynningunniog sendi í kjölfarið tölvupóst á starfsmann barnaverndar úr netfanginu […]@outlook.com.29.Þegar til alls framangreinds er horft, gagna máls og ótrúverðugs framburðar ákærða, telur dómurinn sannað svo hafið verði yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök.
Ákærði er fæddur í […]. Hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Langt er liðið frá atvikum málsins sem var að talið er að fullu upplýst ekki löngu síðar. Eftir það hefur það dregist verulega í rannsókn og einnig hér fyrir dómi. Stafar dráttur hér fyrir dómi að hluta til af veikindum ákærða sem voru að einhverju leyti staðfest með læknisvottorði.
Þær sakir sem á brotaþola voru bornar voru svívirðilegar og settar fram af einbeittum ásetningi. Brot gegn 148. gr. almennra hegningarlaga varða þungri refsinguenda eru verndarhagsmunir mikilsverðir, bæði einstaklingsbundnir og almannahagsmunir. Samkvæmt ákvæðinu skal höfð hliðsjón af því við ákvörðun refsingar hversu þung hegning er lögð við broti því sem sagt er eða gefið til kynna að viðkomandi hafidrýgt. Þau kynferðisbrot sem brotaþoli er sakaður um varða allt að 16 ára fangelsi sé litið til refsiramma 1. mgr. 200. gr. og 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga.
Með hliðsjón af framangreindu og 1., 2., 5., 6. og 7. tölulið 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir hæfileg refsing ákærða vera níu mánaða fangelsi. Þegar litið er til þess að ákærði á ekki baki sakaferil og dráttar málsinsá rannsóknarstigi og að nokkru af ástæðum sem ekki eru raktar til ákærða hér fyrir dómi þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningudóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.32.
Í málinu liggja fyrir einkaréttarkröfur brotaþola Ao g dætra hans,B og C,sem eru ólögráða og stjúpdóttur hans,E. Samkvæmt 1. mgr. 172. gr. laga nr. 88/2008 getur brotaþoli og hver sá annar sem telur sig hafa öðlast kröfu að einkarétti á hendur sakborningi vegna refsiverðrar háttsemi hans leitað dóms um kröfuna í sakamáli eftir því sem nánar er kveðið á um í XXVI. kafla laganna.
Réttur til að halda uppi einkaréttarkröfu er þannig ekki bundinn við brotaþola heldur geta aðrir sem telja sig hafa eignast slíka kröfu haft hana uppi í sakamáli, sbr. til hliðsjónar úrskurð Landsréttar 6. desember 2024 í máli nr. 945/2024.34.Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot sem fól ótvírætt í sér ólögmæta meingerð gegn bótakrefjendumskv. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.
Í málinu er ekki til að dreifa gögnum um sálrænar afleiðingar brots ákærða. Allt að einu eru brot ákærða til þess fallin að valda þeim öllum miska.
Ásakanir ákærða á hendur brotaþola voru svívirðilegar og varða kynferðisbrot af þeim toga sem til rannsóknar voru þungri refsingu eins og áður greinir. Brotaþoli var hand-tekinn á heimili sínu og vistaður í fangageymslu yfir nótt. Á heimilinu svaf önnur dóttir hans sem var undir lögaldri en dóttir sambýliskonu hans,E, varð eftir á heimilinu í mikilli óvissu um framhald málsins. Óumdeilt er að dætur ákærða, Bog C, stóðu utan við atburðarásina á heimilinuer ákærði var handtekinn en í kjölfar atvika var könnunarviðtal tekið við þær báðar.
Eðli máls samkvæmt var ekki með öllu unnt að halda atvikum leyndum fyrir þeim eins og brotaþoli og vitni í málinu hafa borið um. Tekur fjárhæð miskabóta mið af alvarleika háttsemi ákærðasem leiddi til aðgerða lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Ekki er til að dreifa gögnum um sálrænar afleiðingar en fallast má á að sú aðstaða sem var uppi var til þess fallin að valda brotaþola og einkaréttarkröfuhöfum miska.
Verða miskabætur til brotaþola A ákveðnar 800.000 krónur. Miskabætur til B og C hvorrar um sig þykja hæfilega ákveðnar 150.000 krónur en til E 200.000 krónur.
Þá liggur fyrir í málinu einkaréttarkrafa vitnisins G, þáverandi sambýliskonu brotaþola og móður E. Fyrir liggur að vitnið var erlendis er atvik áttu sér stað en brotaþoli, lögregla og barnaverndarfulltrúi svo og dóttir hennar,E, voru í samskiptum við hana strax í kjölfar handtöku brotaþola. Brot ákærða hafði í för með sér tímabundna röskun á högum vitnisins. Ekki er til að dreifa gögnum um sálrænar afleiðingar en fallast má á að sú aðstaða sem var uppi var til þess fallin að valda henni miska. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 150.000 krónur.
Einkaréttarkröfurnar bera vexti eins og í dómsorði greinir en upphafsdagur dráttarvaxta er mánuði eftir að einkaréttarkröfurnar voru birtar ákærða ásamt ákæru málsins,þ.e.28. september 2023. Ákærða ber að greiða einkaréttarkröfuhöfum málskostnað við að halda kröfu sinni fram.
Sami lögmaður fylgdi kröfunum eftir fyrir þeirra hönd og eru greinargerðir þeirra áþekkar enda rakið til sama atviks. Þykir málskostnaður til hvers einkaréttarkröfuhafa hæfilega ákveðinn 110.000 krónur. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber ákærða að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Erlends Þórs Gunnarssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 1.171.800 krónurað meðtöldum virðisaukaskatti. Í því sambandi er litið til efnis og umfangs málssem er óverulegt.
Þá er höfð hliðsjón af reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2025.Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari.Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp þennan dóm.
D ó m s o r ð :
Ákærði, Xsæti fangelsi í níu mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940.
Ákærði greiði A 800.000 krónurauk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar 2020 til 28. september 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludagsog 110.000 krónur í málskostnað.
Ákærði greið iE 200.000 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar 2020 til 28. september 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludagsog 110.000 krónur í málskostnað.
Ákærði greiði B 150.000 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar 2020 til 28. september 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludagsog 110.000 krónur í málskostnað.
Ákærði greiði C 150.000krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar 2020 til 28. september 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeimdegi til greiðsludagsog 110.000 krónur í málskostnað.
Ákærði greiði G 150.000 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. febrúar 2020 til 28. september 2023 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludagsog 110.000 krónur í málskostnað.
Ákærði greiði málsvarnarlaunskipaðs verjanda síns, Erlends Þórs Gunnarssonarlögmanns,1.171.800 krónur.
Sigríður Hjaltested, dómari kvað upp dóminn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur