,,Fjármála- og efnahagsráðherra er vorkunn því svo virðist sem allir við borðið hafi orðið að fá eitthvað af kökunni“

Ríkisstjórnin kynnti fyrir skömmu svokallaðan fjárfestingapakka til að blása lífi í efnahags- og atvinnulífið. Forystumenn atvinnulífsins gerðust fjölmiðlafulltrúar og fögnuðu þessu mjög. Hvort það er vegna andrúmsloftsins í samfélaginu þar sem allir verða að vera sammála, ganga og dilla sér í takt eins og kóngalest í góðri veislu, veit ég ekki. Hitt er annað mál að margt í þessum tillögum er sérstakt svo ekki sé meira sagt.Það sem vekur vitanlega athygli er að ekki hefur verið lagt nokkurt mat á það hvort þessi pakki fjölgi störfum. Ekki hefur verið skoðað hvar þessi störf verða til. Ekki hefur því verið svarað hvort störfin verða til í einkageiranum eða hjá ríkinu eða hvoru tveggja. Í raun hafa stjórnvöld ekki hugmynd um hverju þetta skilar. Í texta með þingsályktuninni sem um þetta fjallar segir m.a.: „Mikilvægt er að verkefnin skapi eftirspurn eftir ólíkum tegundum starfa og að þau dreifist um landið.“ Ekki er neitt að finna um hvernig það eigi að ná þessu markmiði.
Annað sem vekur athygli er að sumt sem þarna er talið upp mun alls ekki búa til nein störf. Fjárfesta á í búnaði, setja í gang vinnu við eitt og annað sem skilar kannski einhverju seinna o.s.frv.
Ýmislegt er svo talið upp í sk. nánari lýsingu á fjárfestingarverkefnum. Ríkiseignir fá 730 milljónir í ýmis verkefni, eitt þeirra er: „Endurskipulagning á vinnurýmum Stjórnarráðsins.“ Annað verkefni kallast „Hönnun og endurbætur á þingsal.“ Líklega er átt við þingsal Alþingis en í þetta og viðhald á húsnæði á að setja 62 milljónir. Á einum stað stendur „Þingmannagátt er hluti af þróun rafrænnar þjónustu fyrir kjörna fulltrúa þjóðarinnar.“ Ég er hlynntur þessu en er þetta málið núna? Vegagerðin á að fá sitt en um þau verkefni segir m.a.: „Í kjölfar óveðurs í vetur er þörf á endurnýjun ýmissa kerfa og mæla, upplýsingagátt vega, upplýsingakerfi um veður og sjólag, endurnýjun öldudufla, færanleg lokunarhlið, sjávarhæðarmælingar og frumrannsóknir hafna og stranda.“ Mér þætti gaman að vita hvernig endurnýjun öldudufla og færanleg lokunarhlið geta verið bráðaaðgerð vegna efnahagsáfalls? Menntamálaráðherra fær sitt: „Efla Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð með það að markmiði að tryggja alþjóðlegt samkeppnishæfi á vísindasamstarfi og rannsóknarumhverfi með bættri fjármögnun.“
Eflaust eru þessi atriði sem hér eru talin upp ágæt og mikilvæg á einhverjum tímapunkti. Mörg þeirra eru augljóslega innan ríkisapparatsins og munu því ekki skapa nein störf utan kerfisins líkt og endurnýjun öldudufla. Fjármála- og efnahagsráðherra er vorkunn því svo virðist sem allir við borðið hafi orðið að fá eitthvað af kökunni og fyrir vikið sleikja nú ráðherrarnir út um, saddir og sælir að safna í sarpinn fyrir komandi kosningar.
Höfundur: Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins
Annað sem vekur athygli er að sumt sem þarna er talið upp mun alls ekki búa til nein störf. Fjárfesta á í búnaði, setja í gang vinnu við eitt og annað sem skilar kannski einhverju seinna o.s.frv.
Ýmislegt er svo talið upp í sk. nánari lýsingu á fjárfestingarverkefnum. Ríkiseignir fá 730 milljónir í ýmis verkefni, eitt þeirra er: „Endurskipulagning á vinnurýmum Stjórnarráðsins.“ Annað verkefni kallast „Hönnun og endurbætur á þingsal.“ Líklega er átt við þingsal Alþingis en í þetta og viðhald á húsnæði á að setja 62 milljónir. Á einum stað stendur „Þingmannagátt er hluti af þróun rafrænnar þjónustu fyrir kjörna fulltrúa þjóðarinnar.“ Ég er hlynntur þessu en er þetta málið núna? Vegagerðin á að fá sitt en um þau verkefni segir m.a.: „Í kjölfar óveðurs í vetur er þörf á endurnýjun ýmissa kerfa og mæla, upplýsingagátt vega, upplýsingakerfi um veður og sjólag, endurnýjun öldudufla, færanleg lokunarhlið, sjávarhæðarmælingar og frumrannsóknir hafna og stranda.“ Mér þætti gaman að vita hvernig endurnýjun öldudufla og færanleg lokunarhlið geta verið bráðaaðgerð vegna efnahagsáfalls? Menntamálaráðherra fær sitt: „Efla Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð með það að markmiði að tryggja alþjóðlegt samkeppnishæfi á vísindasamstarfi og rannsóknarumhverfi með bættri fjármögnun.“
Eflaust eru þessi atriði sem hér eru talin upp ágæt og mikilvæg á einhverjum tímapunkti. Mörg þeirra eru augljóslega innan ríkisapparatsins og munu því ekki skapa nein störf utan kerfisins líkt og endurnýjun öldudufla. Fjármála- og efnahagsráðherra er vorkunn því svo virðist sem allir við borðið hafi orðið að fá eitthvað af kökunni og fyrir vikið sleikja nú ráðherrarnir út um, saddir og sælir að safna í sarpinn fyrir komandi kosningar.
Höfundur: Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins
Umræða