Í fréttum er þetta helst frá höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 05. Fimm gista fangageymslur eins og staðan er núna. 89 mál/verkefni voru skráð í kerfi lögreglunnar á þessum tíma. Eftirfarandi er það helsta sem bar á góma:
- Lögregla sinnti fjórum útköllum þar sem um var að ræða þjófnað í verslanir á varðsvæðinu.
- Eftirlit með umferð, allnokkrir ökumenn sektaðir fyrir umferðarlagabrot.
- Eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni. Allir sem voru heimsóttir reyndust í lagi.
- Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu eftir líkamsárás í miðborginni.
- Lögreglu sinnti allnokkrum tilkynningum um samkvæmishávaða í hverfum 101 og 105.
- Nokkuð um minniháttar tilkynningar, flestar tengdar ölvun.
- Tilkynnt um veiðimenn í vanda í hverfi 220 en tilkynnandi hafði áhyggjur að það væri búið að flæða að þeim. Veiðimennirnir höfðu engar áhyggjur af þessu og vildi enga aðstoð fá.
- Einn handtekinn í 200 fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Sá var töluvert ölvaður en var látinn laus á lögreglustöð eftir viðræður.
- Ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
- Ökumaður reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli í 201 en lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans.
- Nokkuð um minniháttar tilkynningar á varðsvæðinu, t.a.m. tengt ölvun einstaklinga.
- Eftirlit haft með veitinga- og skemmtistöðum. Allt í sóma á öllum stöðum sem farið var á.
- Ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Málið afgreitt á lögreglustöð að venju.
Umræða