3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Íslenska ríkið þarf að greiða Hreiðari Má Sig­urðssyni miska­bæt­ur

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Íslenska ríkið þarf að greiða Hreiðari Má Sig­urðssyni, 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur auk vaxta frá 2016


Íslenska ríkið þarf að greiða Hreiðari Má Sig­urðssyni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþing banka 300 þúsund krón­ur, auk vaxta frá 1. des­em­ber 2016, í miska­bæt­ur. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Þetta var niðurstaða í einka­máli Hreiðars, en dóm­ur í því var kveðinn upp nú í há­deg­inu. Hreiðar höfðaði mál gegn rík­inu vegna ólög­mætra hler­ana og órétt­látr­ar málsmeðferðar og fór fram á 10 millj­ón­ir í bæt­ur.
Höfðuð voru fimm saka­mál á hend­ur Hreiðari Má með ákæru á grund­velli rann­sókna sér­staks sak­sókn­ara, en embætti hans var lagt niður í árs­lok 2015. Tveim­ur þess­ara mála er lokið með sak­fell­ingu fyr­ir Hæsta­rétti, eitt var ógilt og vísað aft­ur í hérað af Hæsta­rétti, eitt bíður meðferðar fyr­ir Lands­rétti og eitt er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja­vík­ur, skv. embætti héraðssak­sókn­ara. Fjór­um sinn­um voru sér­stök­um sak­sókn­ara veitt­ir sím­hlust­unar­úrsk­urðir, frá mars til maí 2010, við rann­sókn mál­anna