Landsréttur þyngdi dóm yfir Inga Val í þrjú ár
Ingi Valur var um miðjan maí 2023 dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi með dómi Héraðsdóms Norðurlands-eystra fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns.
Brotið átti sér stað í október 2021 á heimili Inga í eftirpartýi þegar stúlkan var aðeins 16 ára gömul og hann 37 ára gamall.
Ákærði kvað brotaþola vera dóttur æskuvinar síns. Hann hafi verið mikið inni á heimili þeirra um sumarið að hjálpa til við að gera upp húsið. Hann kvaðst hafa verið á skemmtistaðnum […] að kvöldi 9. október. Brotaþoli hafi verið að vinna á barnum, hangið utan í honum allt kvöldið og gefið honum áfengi. Hún hafi rætt við hann um að vera ekki að eltast við D því hún væri gift.
Ekkert hafi þó verið á milli þeirra D en það getiauðveldlega misskilist þegar fólk talar saman í miklu návígi. Klukkan rúmlega eitt um nóttina hafi partíið færst heim til ákærða. Þangað hafi farið hann, brotaþoli og vitnin E, F, G, H og I. Þau hafi spjallað saman, hlustað á tónlist og drukkið áfengi. Ákærði og D hafi spjallað saman inni í eldhúsi og brotaþoli fengið hann inn í herbergi til að ræða aftur við hann um að vera ekki að eltast við D því hún væri gift.
Samtalið hafi svo leiðst að því hvort þau ættu að sofa saman og hún brugðist við á jákvæðan hátt, klætt sig úr buxum og nærfötum, lagst á bakið upp í rúm og þau haft samfarir. Hann hafi hætt eftir nokkrar mínútur án þess að hafa sáðlát vegna þess að samviskan hafi truflað hann, það að þetta væri dóttir vinar hans. Hann hafi ekki gefið brotaþola skýringar á því og hún einskis spurt heldur hafi hún klætt sig, hann klætt sig í buxur og fylgt henni til dyra.
Síðar í framburðinum kvaðst ákærði hafa spurt brotaþola beint hvort þau ættu að sofa saman og hún svarað játandi. Ákærði kvað brotaþola aldrei hafa gefið til kynna að hún vildi þetta ekki og hvorki öskrað né reynt að öskra. Hún hafi kysst hann allan tímann á meðan þessu stóð.
Var Inga gert að sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði.