Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður norðan og norðaustanátt 5-10 m/s en á Austfjörðum verða 10-15 m/s. Skýjað og dálítil súld eða snjómugga norðan- og norðaustanlands en að mestu léttskýjað sunnan- og vestantil. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands en víða næturfrost.
Í nótt lægir og á morgun verður fremur hæg breytileg átt á landinu og bjart með köflum. Seinnipartinn fer svo að blása af suðri vestanlands, 3-8 m/s og dálítl væta annað kvöld. Spá gerð: 30.04.2024 06:40. Gildir til: 01.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 austast. Skýjað og dálítil súld eða snjómugga norðan- og norðaustanlands, en að mestu léttskýjað sunnantil.
Lægir í nótt, fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum á morgun. Sunnan 3-8 og dálítil væta vestanlands seint annað kvöld.
Hiti 2 til 12 stig yfir daginn, hlýjast sunnan heiða. Spá gerð: 30.04.2024 09:58. Gildir til: 02.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og dálítil rigning vestanlands. Bjart að mestu um austanvert landið en líkur á þokulofti við sjávarsíðuna. Hiti 1 til 9 stig.
Á föstudag:
Suðaustlæg átt 5-13 og víða rigning eða súld en einnig slydda norðaustantil. Hiti 2 til 9 stig.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning eða súld með köflum en úrkomuminna um kvöldið. Hiti 6 til 11 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt og dálítil rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 4 til 14 stig, svalast austanlands.
Spá gerð: 30.04.2024 08:34. Gildir til: 07.05.2024 12:00.