,,Já við hófum veiðina hérna í morgun á urriðasvæðinu og það hefur verið hávaða rok, mjög erfiðar aðstæður“ sagði Árni Friðleifsson er við heyrðum í honum í Þingeyjarsýslu í kvöld, eftir mikinn rok á árbökkunum. En urriðasvæðið var að opna og fiskurinn er farinn að taka.
,,Veiðin var sæmileg, menn voru að ná upp tveimur til fjórum fiskum hérna á seinni vaktinni í dag. Stærsti fiskurinn sem veiddist var 63 sentimetrar en þessi á myndinni er 60 sentimetrar. Við erum að veiða til þriðjudags og það fer vonandi að lægja hérna“ sagði Árni í lokin.
Umræða