Helstu mál næturinnar voru þessi en 67 mál voru skráð frá því klukkan 17:00 í gær:
Stöð 1
00:37 Tilkynnt um aðila með ógnandi tilburði í miðbæ Reykjavíkur. Hann hafði verið að hóta öðrum ofbeldi og var mjög ölvaður. Aðilinn handtekinn og vistaður vegna ástands.
03:13 Tilkynnt um tvo menn með barefli á gangi í miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir fundust skömmu síðar en voru þeir ekki vopnaðir við afskipti lögreglu og var ekki metin þörf á frekari aðgerðum.
Stöð 2
00:25 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
Umræða