Hugleiðingar veðurfræðings
Fremur hæg breytileg átt og skúrir á víð og dreif, einkum seinnipartinn. Veðrið hefur því lítið breyst frá því sem var í gær og fyrradag. Á morgun fer lægð austur fyrir sunnan land. Vindur verður norðlægari, yfirleitt gola eða kaldi og áfram einhverjar skúrir.
Næsta lægð nálgast síðan á sunnudag, með súld eða lítilsháttar rigningu um tíma í flestum landshlutum. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig. Spá gerð: 30.05.2025 06:25. Gildir til: 31.05.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en allvíða skúrir, einkum inn til landsins síðdegis. Norðlægari á morgun og áfram skúraleiðingar á víð og dreif. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig. Spá gerð: 30.05.2025 07:24. Gildir til: 01.06.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis. Hiti 6 til 13 stig.
Á sunnudag (sjómannadagurinn):
Vestan 3-10 og víða dálítil rigning, hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðan 8-15 og lítilsháttar rigning um tíma, en þurrt suðvestanlands. Kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðanátt og rigning eða slydda norðan heiða, en bjart veður syðra. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Á miðvikudag:
Norðvestanátt og rigning eða slydda, en að mestu þurrt sunnanlands. Áfram svalt í veðri.
Á fimmtudag:
Norðvestanátt og rigning eða slydda með köflum á norðanverðu landinu, en stöku skúrir sunnantil.
Spá gerð: 29.05.2025 19:56. Gildir til: 05.06.2025 12:00.