2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Sofandi að feigðarósi í jarðakaupum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Birgir Þórarinsson, Miðflokknum, Þingmaður Suðurkjördæmis fjallar um stórfelld jarðakaup erlendra auðmanna í grein sinni og lagaumhverfi því tengdu 

Uppkaup erlendra auðmanna á jörðum hér á landi er áhyggjuefni og brýnt er að takmarka þau strax með lagasetningu. Jarðakaupin eru ekki nýmæli hér á landi, það er hins vegar á allra síðustu árum sem auðmenn hafa sölsað undir sig heilu landshlutana. Stjórnvöld standa álengdar og horfa aðgerðalaus á. Það er kaldhæðni örlaganna að á saman tíma og við fögnum 100 ára fullveldi horfum við á eftir landinu okkar í hendur útlendinga, sem ekki vilja byggja það.

Í fjölmörgum ríkjum eru settar takmarkanir á jarðakaupum erlendra aðila, hvað stærð lands og fjölda jarða varðar. Sjálfsagt og eðlilegt er að setja takmarkanir hér á landi með sama hætti. Auk þess takmarkanir hvað varðar búsetu, náttúru- og umhverfisverndarsjónarmið og í menningarlegu tilliti.

Samkvæmt núgildandi lögum, nr. 19/1966, um eignarétt og afnotarétt fasteigna þurfa þeir sem hyggjast kaupa fasteignaréttindi hér á landi, þar á meðal veiðirétt, að vera íslenskir ríkisborgarara eða með lögheimili á Íslandi.
Ef um félag er að ræða þurfa allir að vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi samfellt í 5 ár. Í lögunum segir jafnframt að ráðherra veiti undanþágu frá þessum skilyrum. Aðilar frá ríkjum innan EES hafa hins vegar sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það er því ráðherra sem veitir erlendum aðilum utan EES leyfi til að kaupa hér jarðir. Hér er skýrt dæmi um það hvernig Alþingi hefur framselt vald sitt. Eðlilegt er að löggjafinn, Alþingi, ákveði það sjálft hvaða undanþágur skuli veittar frá skilyrðum laganna.

Búsetukrafa á jörðum og EES samningurinn

EES samningurinn veitir opna og löglega leið fyrir erlenda aðila til jarðakaupa á Íslandi. Sætir það undrun að stjórnvöld skuli ekki hafa sett neinar takmarkanir í þessum efnum, eins og löggjöf nágrannaþjóða okkar kveður á um. Nærtækast væri að horfa til norsks réttar um búsetukröfur á jörðum en það ákvæði brýtur ekki gegn 40 grein EES samningsins og hefði fyrir löngu átt að vera sett í lög hér á landi. Búsetukrafan á jörðum samræmist hugmyndum okkar um blómlega byggð um allt land.

Aumingjaskapur stjórmálamanna

Bændahöfðingi á Austurlandi sagði fyrir skömmu að það væri aumingjaskapur stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Í maí 2014 kom út vönduð skýrsla á vegum nefndar þáverandi innanríkisráðherra um tillögur til úrbóta í þessum efnum og nauðsynlegar breytingar á lögum. Þá strax hefði Alþingi getað gripið inn í málið með vel undirbúinni lagasetningu. Það var ekki gert.
Það er skylda stjórnmálamanna að standa vörð um landið.                                                                                                     Tilvera okkar sem þjóðar er landinu að þakka.