Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag léttir til og hlýnar um allt land frá því sem var í gær og því fallegur dagur í vændum. Útlit er fyrir að hæstu hitatölur verði upp undir 25 stig á S- og V-landi, en heldur svalara NA-til. Seinni partinn gætu þessar háu hitatölur þó framkallað skúri SV-til.
Á morgun þykknar upp um landið SV-vert og kólnar því þar þegar sólin nær ekki í gegn að hita yfirborðið. Ekki er þó útlit fyrir mikla vætu með skýjahulunni. Annars staðar mun sólin þó skína og verma landsmenn. Á sunnudaginn heldur hún áfram að skína fyrir norðan, en skýjahulan syðra mun eitthvað hefta vegi hennar.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðaustan 3-10 m/s og víða bjart í dag, en líkur á síðdegisskúrum SV-til. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.
Hæg breytileg átt eða hafgola á morgun og yfirleitt bjart, en skýjað að mestu um landið SV-vert og úrkomulítið. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast inn til landsins og á Vestfjörðum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og yfirleitt bjart, en skýjað að mestu um landið sunnan- og vestanvert og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Hæg breytileg átt, skýjað og dálítil væta sunnan- og vestantil, en léttskýjað annars staðar. Hiti 11 til 17 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða skúrir, einkum inn til landsins. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag og föstudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða skúrir. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 30.07.2021 08:02. Gildir til: 06.08.2021 12:00.
Discussion about this post