Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta sem berast nú einstaklingum sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstinum er verið að fjalla um refsivert brot í tengslum við barnaníð.
Við vekjum athygli á því að skilaboðin eru ekki frá ríkislögreglustjóra, lögreglu eða ríkissaksóknara og viljum við vara fólk við að svara tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt svikapóstum sem þessum.
Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.
Við vekjum athygli á góðri fræðslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar: Vefveiðar (cert.is)
Hér má sjá mynd af svikapósti í umferð:
Umræða