SPURNING DAGSINS:
,,Ætlum við að leyfa „freka karlinum“ að ráða stjórnarskrármálum þjóðarinnar áfram eða taka mark á lýðræðislegri niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu? DEILIÐ EF ÞIÐ VILJIÐ LÝÐRÆÐI Í RAUN!“ Með þeim orðum er áréttuð krafa Stjórnarskrárfélagsins um nýja stjórnarskrá á heimasíðu félagsins.
Í dag eru undirskriftinar á lista félagsins orðnar 17.000, það hefur verið virk barátta s.l. vikur eftir sumarfrí og undirskriftir hrannast upp sem aldrei fyrr. Á forsíðumyndinni er mótmælaspjald merkt, ,,Litla Namibia“ og er staðsett á Selfossi í nýja miðbænum, þar sem einstaklingar krefjast nýrrar stjórnarskrár. ,,Við ætlum ekki að bíða í heilan áratug eftir að nýja stjórnarskráin taki gildi og því krefjumst við aðgerða strax!“
Við krefjumst þess að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána. Í kosningunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda að tillögurnar sem kosið var um skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Tillögurnar eru heildstæður samfélagssáttmáli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sáttmálanum. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og setur valdhöfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan áratug eftir að nýja stjórnarskráin taki gildi og því krefjumst við aðgerða strax!
Undirskriftalistinn er opinn: 19.06.2020 – 19.10.2020
Undirskriftalisti er til á pappír
Leyfilegir þátttakendur: Aldursbil 18 – 115
Undirskriftalistinn er opinn: 19.06.2020 – 19.10.2020
Undirskriftalisti er til á pappír
Leyfilegir þátttakendur: Aldursbil 18 – 115
Umræða