SPURNING DAGSINS:
,,Ætlum við að leyfa „freka karlinum“ að ráða stjórnarskrármálum þjóðarinnar áfram eða taka mark á lýðræðislegri niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu? DEILIÐ EF ÞIÐ VILJIÐ LÝÐRÆÐI Í RAUN!“ Með þeim orðum er áréttuð krafa Stjórnarskrárfélagsins um nýja stjórnarskrá á heimasíðu félagsins.
Í dag eru undirskriftinar á lista félagsins orðnar 17.000, það hefur verið virk barátta s.l. vikur eftir sumarfrí og undirskriftir hrannast upp sem aldrei fyrr. Á forsíðumyndinni er mótmælaspjald merkt, ,,Litla Namibia“ og er staðsett á Selfossi í nýja miðbænum, þar sem einstaklingar krefjast nýrrar stjórnarskrár. ,,Við ætlum ekki að bíða í heilan áratug eftir að nýja stjórnarskráin taki gildi og því krefjumst við aðgerða strax!“

Undirskriftalistinn er opinn: 19.06.2020 – 19.10.2020
Undirskriftalisti er til á pappír
Leyfilegir þátttakendur: Aldursbil 18 – 115
Umræða