Hugleiðingar veðurfræðings
Það stefnir í austlæga átt í dag með vætu um allt land, en styttir þó upp suðvestantil. Víðast hvar skaplegur vindur (5-13 m/s), en á Vestfjörðum verður þó allhvöss norðaustanátt (13-18 m/s). Seinni partinn bætir í úrkomuna á Austurlandi og stefnir í talsverða rigningu fram á nótt, einkum á Austfjörðum. Það bætir einnig í rigninguna á norðanverðu landinu og mögulega mun einnig dropa á suðvesturhorninu í kvöld. Hitinn er hvorki áberandi mikill eða lítill, víðast hvar á bilinu 6 til 13 stig. Á morgun byrjar dagurinn með stífri norðaustan- og norðanátt og vætu fyrir norðan og austan, en dregur úr vindi þegar líður á daginn.
Veðuryfirlit
Um 100 km SV af Vestmannaeyjum er 967 mb lægð sem mjakast A, en 300 km SSV af Færeyjum er álíka lægð sem fer NV.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en norðaustan 13-18 norðvestantil og þurrt að kalla suðvestanlands. Bætir í vind og úrkomu í kvöld fyrir norðan og austan. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. Norðaustlæg átt 8-15 m/s á morgun og rigning með köflum, einkum fyrir norðan og austan, en hægari sunnantil. Dregur úr vindi þegar líður á daginn. Hiti yfirleitt 6 til 11 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðlæg átt 3-10 m/s og úrkomulítið. Hiti 7 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum, en skúrir vestanlands. Suðlægari með rigningu vestantil um kvöldið. Hiti 6 til 11 stig.
Á mánudag:
Sunnan og suðaustan 8-13, en hægari vestast. Rigning, en lengst af þurrt norðan- og austanlands. Hiti 7 til 13 stig.
Á þriðjudag:
Norðvestan 3-8, en vestan 8-15 um kvöldið. Víða rigning, einkum austantil. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Áframhaldandi vestlæg átt og rigning með köflum, vætusamast um landið norðanvert. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 30.09.2022 08:05. Gildir til: 07.10.2022 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.