Brynjar Níelsson fer yfir stöðuna í pólitíkinni á vef sínum og hefur þetta að segja um stöðuna á hinu pólitíska markaðstorgi
,,Það hefur verið líflegt á hinu pólitíska markaðstorgi og menn hafa gengið kaupum og sölum sem aldrei fyrr áður en félagsskiptaglugganum var lokað.
Flokkarnir hafa keypt leikmenn í gríð og erg sem erfitt er að sjá að geti leikið í sama liði enda með afar ólíka sýn hvernig spila eigi leikinn.
Sumir flokkar eru farnir að líkjast Rauðu djöflunum frá Manchester hvað liðskipan varðar. Lið sem er sigurstranglegt áður en leikurinn byrjar en mun svo líklega enda í tómu tjóni.“ Segir Brynjar Níelsson.
Eftir situr spurningin, hverjir munu sitja við þetta borð að loknum kosningum?
Umræða