Nokkur smáskjálftavirkni hefur mælst undir Bláa lóninu frá því klukkan korter yfir tíu í morgun. Á rúmum klukkutíma mældust fimm litlir skjálftar á svæðinu, sem er vestan við Sundhnúkagígaröðina. Skjálftarnir hafa allir mælst undir einum að stærð.
Greint var frá óvenjulegum jarðskjálftum á fréttavef Morgunblaðsins
Frekar óvenjulegt
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir virknina „frekar óvenjulega“ í viðtali við Mbl.is og að sérfræðingar séu að skoða gögnin og er Veðurstofan ekki búin að „gefa út neina formlega túlkun“ á þeim.
Umræða

