3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Gul viðvörun vegna veðurs – Norðaustanstormur

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustanátt í dag, en talsvert hægari en í gær. Éljagangur um landið norðan- og austanvert, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost um mest allt land. Á morgun, Gamlársdag er útlit fyrir fremur hæga austlæga átt með minniháttar éljum, en áfram léttskýjað sunnan- og vestantil. Vindur fer vaxandi um landið sunnan- og vestanvert um kvöldið og einnig þykknar upp við suðurströndina. Dregur úr frosti en búast má við töluverðri vindkælingu sunnan- og vestantil og vissara að klæða sig vel. Fyrir norðan og austan verður vindur mjög hægur og þar mun frostið ekki bíta eins íllilega og þar sem vinds gætir.

Veðuryfirlit
300 km SV af Lófót er hægfara 983 mb lægð, en yfir N-Grænlandi er 1020 mb hæð. Um 450 km SSA af Hornafirði er 978 mb lægð, sem hreyfist A og grynnist, en langt S í hafi er vaxandi 977 mb lægðasvæði á hreyfingu N á bóginn.

Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 8-15 m/s og él eða dálítil snjókoma, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Hægari með kvöldinu. Frost 0 til 10 stig, en frostlaust syðst og austast. Austlæg átt, víða 3-10 m/s á morgun, en mun hvassari við S-ströndina seinnipartinn. Bjartviðri víða á landinu, en skýjað með köflum S-til og stöku él. Hlýnar heldur, einkum SV-til.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg átt, 3-8 m/s og léttskýjað, en bjart með köflum í nótt og á morgun, 5-10 annað kvöld. Frost 0 til 6 stig, en kringum frostmark seint á morgun.

Gul viðvörun  vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi 

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag (nýársdagur):
Norðaustanstormur og snjókoma eða skafrenningur á A-verðu landinu, dálítil él NV-lands, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust syðst.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast austast og víða él, en bjartviðri SV-lands. Frost 0 til 8 stig.

Á mánudag:
Norðankaldi og snjókoma eða él á N-verðu landinu, en bjart með köflum syðra. Áfram fremur kalt í veðri.

Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, hvassviðri og slydda eða snjókoma S- og V-lands um kvöldið, en annars hægari og þurrt að kalla. Hlýnandi veður í bili.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir sunnanhvassviðri með rigningu framan af degi, síðan suðvestlægari og éljagangur, en lengst af þurrt NA-til. Kólnandi veður.