Í fréttum er þetta helst síðan kl. 17 í gær í dagbók lögreglunnar. Á þessu tímabili eru 51 mál skráð í kerfi lögreglu. átta gista fangageymslur vegna mála. Þá voru samfélagslöggur að sinna verkefnum í öllum hverfum. Hér á eftir er það helst reifað:
Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Tveir gista fangageymslur vegna skemmdarverka. Er átti að færa annan þeirra í fangaklefa réðst viðkomandi á lögreglumenn og fangavörð með hnefahöggum.
- Afskipti af einum vegna þjófnaðar og fjársvika í matvöruverslun.
- Óvelkomnum vísað út úr verslun.
- Tilk um innbrot í fyrirtæki og stela þaðan fjármunum.
- Tilk um minniháttar umferðaróhapp.
- Einn vistaður vegna gruns um líkamsárás á skemmtistað.
- Þrír handteknir vegna rannsóknar á húsbroti og vegna eftirlýsingar.
Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður Garðabær
- Tilk um illa staddar bifreið m.t.t. umferðaröryggis. Gerðar ráðstafanir.
- Afskipti af ökumanni vegna aksturs sviptur ökuréttindum.
Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Ökumaður stöðvaður vegna aksturs sviptur ökuréttindum.
- Bifreið ekið á aðra og stungið af frá vettvangi. Upplýsingar liggja fyrir um bifreiðina sem fór af vettvangi.
- Gerð athugasemd við dökkar filmur í fremri hliðarrúðu bifreiðar. Slíkt er í andstöðu við reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
- Tilk um innbrot í skóla.
- Einn vistaður vegna rannsóknar á vörslu fíkniefni.
Lögreglustöð 4 Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
Tilk um tvö umferðaróhöpp. Ekið út af og bifreið ekið aftan á aðra. Engin meiðsli.
Ein hávaðakvörtun.
Umræða