-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Uppbókað á ráðstefnu um framtíð íslenskunnar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Uppbókað er á ráðstefnu um stöðu og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins sem fram fer nk. mánudag, hinn 1. apríl kl. 15:30. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipuleggur ráðstefnuna í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. 
Streymt verður frá viðburðinum á síðunni www.mrn.is/aframislenska
Ráðstefnan er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að styrkja íslensku sem opinbert mál en eitt af markmiðunum er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Útgangspunktur ráðstefnunnar eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem miðlað er í nýrri bók sem ritstýrt er af Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Ásgrími Angantýssyni, Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstöður sýna jákvætt og virðingarvert starf en einnig ýmislegt sem betur má fara.
Dagskrá ráðstefnunnar:

ÁFRAM ÍSLENSKA – STAÐA OG FRAMTÍÐ ÍSLENSKUKENNSLU Í SKÓLUM LANDSINS
Ávarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.
Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum. 
Kristján Jóhann Jónsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
„Hann varð snemma illa læs.“ 
Hilmar Hilmarsson, stjórnarmaður í Íslenskri málnefnd og fyrrverandi grunnskólastjóri og Sigrún Birna Björnsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara og sérfræðingur hjá Kennarasambandi Íslands.
Skilningur og þekking á tungumálum og málfræði. 
Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, og Sigurður Konráðsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hverju barni og unglingi hæfir einhver frásögn. 
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, og Jón Yngvi Jóhannsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
„Það drap alveg minn yndislestur að vera í skóla.“ 
Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
„Leiðindamál. Sem við þurfum að ræða aðeins betur.“ 
Bragi Valdimar Skúlason, íslenskufræðingur, lætur ýmislegt í ljós.
Mælingar á málþroska leikskólabarna.
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent við Heilbrigðis- og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Fundarstjóri verður Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands.
Að erindum loknum verða pallborðsumræður undir stjórn Braga Valdimars Skúlasonar.