Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestur af landinu er 1037 mb hæð sem beinir til okkar hlýrri suðvestanátt. Víða verður vindur á bilinu 5-13 m/s en norðan- og norðvestanlands verða 15-20 m/s eftir hádegi og í kvöld hvessir síðan á Austfjörðum. Er líður á daginn þykknar upp á vestanverðu landinu og í kvöld verður komin súld eða rigning með köflum þar þó áfram verði bjartviðri austantil. Frostlaust á láglendi í dag, hiti 2 til 9 stig.
Veðuryfirlit
400 km SV af Reykjanesi er allvíðáttumikil 1034 mb hæð sem hreyfist lítið. Yfir N-Grænlandi er vaxandi lægðardrag sem þokast A. Samantekt gerð: 31.03.2021 08:03.
Veðurhorfur á landinu
Vestan og suðvestan 5-13 m/s og bjartviðri en 15-20 norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanland seint í kvöld. Þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis.
Vestan og suðvestan víða 5-13 en víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Lítilsháttar rigning eða súld um landið noðan- og vestanvert en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig. Spá gerð: 31.03.2021 05:10. Gildir til: 01.04.2021 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 5-10 m/s og bjart með köflum en þykknar upp með lítilsháttar súld eða rigningu með köflum í kvöld. Styttir upp og léttir heldur til seint á morgun. Hiti 2 til 6 stig. Spá gerð: 31.03.2021 05:13. Gildir til: 01.04.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (skírdagur):
Vestan og suðvestan 5-13 m/s, skýjað og dálítil súld um vestan- og norðanvert landið en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Suðvestan 5-13 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Skýjað á vesturhelming landsins og súld eða rigning um kvöldið en þurrt og bjart veður eystra. Hiti 4 til 9 stig.
Á laugardag:
Vestan 10-18 m/s en snýst í norðan 10-18 seinnipartinn og um kvöldið. Snjókoma í fyrstu en éljagangur eftir hádegi, einkum norðantil. Ört kólnandi veður, talsvert frost um kvöldið.
Á sunnudag (páskadagur):
Allhvöss eða hvöss norðanátt og snjókoma eða él norðan- og austanlands en bjart með köflum suðvestantil. Áfram talsvert frost.
Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag:
Útlit fyrir breytileg átt, bjartviðri og hiti undir frostmarki.