Tilkynnt var um líkamsárás í vínbúð í miðbæ Reykjavíkur. Öryggisvörður hafði bent konunni á að grímunotkun væri skylda í versluninni en hún neitaði að setja upp grímu.
Konan réðist síðan á öryggisvörðinn og hrinti honum, klóraði hann í andlitið og potaði í augað á honum. Konan hljóp síðan af vettvangi en upptökur náðust af atvikinu og þekkti lögregla konuna af fyrri afskiptum. Málið er nú í rannsókn.
Móðir með börnin í ótryggðum bíl
Þá var ökumaður stöðvaður við akstur um sjöleitið í gærlvöld sem reyndist vera sviptur ökuréttindum en um ítrekað brot var að ræða. Ökumaðurinn sem er kona var þarna akandi með börn sín í bifreiðinni en ökutæki er ótryggt þegar ökumaður er án ökuréttinda og var því send tilkynning til Barnaverndar.
Umræða