Ráðgjafar Vladimirs Putin Rússlandsforseta, eru sagðir óttast að ræða við forsetann um innrásina í Úkraínu. Ráðgjafarnir eru sagðir meðvitaðir um að hernaðurinn í Úkraínu gangi ekki eftir áætlun og að veruleg mistök hafa verið gerð að því er fram kemur í frétt rúv.is.
Þeir þori hins vegar ekki að ræða við Pútín, þar sem ómögulegt sé að sjá fyrir hvernig hann bregðist við slæmum fréttum af innrásinni. Eins er talið að forsetinn fái mjög takmarkaðar upplýsingar um viðskiptaþvinganir sem Rússar hafa verið beittir vegna innrásarinnar.
https://gamli.frettatiminn.is/21/03/2022/putin-hefur-gert-stor-og-afdrifarik-mistok/
Umræða