Hugleiðingar veðurfræðings
Það er frekar rólegt í veðri í dag og á morgun. Vestlægar áttir og skýjað að mestu. Í dag verður stöku él norðanlands en annars þurrt að kalla. Á morgun er smá væta í kortunum fyrir vesturhelming landsins en styttir upp fyrir norðan. Dálítil él norðantil á laugardag en annars þurrt að mestu. Þykknar upp á suðvestanverðu landinu eftir hádegi og fer að rigna þar seinnipartinn. Hiti yfirleitt í bilinu 2 til 8 stig yfir daginn en víða næturfrost.
Veðuryfirlit
Um 100 km ASA af landinu er 1024 mb vaxandi smálægð sem fer A. 300 km S af Jan Mayen er 1026 mb hæð og 500 km VNV af Skotlandi er 1027 mb hæð sem fer S. Skammt A af Nýfundnalandi er hægfara 985 mb lægð.
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu en lítilsháttar él á norðanverðu landinu. Stöku skúrir vestanlands á morgun en styttir upp fyrir norðan.
Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast sunnantil en víða næturfrost.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað að mestu. Þurrt að kalla í dag en stöku skúrir í nótt og á morgun. Hiti 2 til 5 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Hæg suðlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum, einkum við ströndina. Þurrt að mestu austanlands. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.
Á laugardag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítlar skúrir eða él um landið norðanvert en hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið syðra. Hiti 1 til 7 stig, mildast S-lands. Þykknar upp og fer að rigna vestantil um kvöldið.
Á sunnudag:
Gengur í suðvestanátt, 8-15 m/s með rigningu en slydda eða snjókoma austantil í fyrstu. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig en vægt frost norðaustantil fram eftir degi.
Á mánudag:
Vestan og síðan norðan 8-15 m/s. Skýjað með köflum um landið sunnanvert en lítilsháttar él norðan og austantil. Hiti víða kringum frostmark en 2 til 6 stig við suðurströndina, mildast suðaustanlands.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, þurrt að mestu en sums staðar dálítil él við ströndina. Allvíða vægt frost en mildara við suðaustur- og suðurströndina.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt og bjart að mestu en lítillsháttar él austast. Frost 0 til 5 stig en um eða yfir frostmarki sunnantil.
Discussion about this post