Eftirfarandi eru helstu mál s.l. nætur hjá lögreglu skv. dagbók. Listinn er ekki tæmandi
Talsverður erill var í miðbænum
Stöð 1
00:54 Tilkynnt um mann í miðbænum sem hafði verið að hrækja á dyraverði. Við afskipti lögreglu neitar aðilinn að segja til nafns og lætur öllum illum látum. Vistaður í fangageymslu þangað til hægt er að ræða við hann.
00:57 Tilkynnt um blóðugan mann á gangi í vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang.
03:14 Tilkynnt um slagsmál utan við skemmtistað í miðbænum. Þegar lögregla kemur á vettvang verða lögreglumenn vitni að áframhaldandi líkamsárás sem verður til þess að tveir aðilar eru handteknir og gista nú fangageymslur í þágu rannsóknar málsins.
03:19 Lögreglu berst tilkynning um mann sem hótar að stinga annan vegna deilna þeirra á milli. Við skoðun á málinu kemur í ljós að maðurinn er óvopnaður, mjög ölvaður og ekki líklegur til ofbeldis. Málið er í rannsókn.
04:04 Tilkynnt um ölvaðan mann sem reynir að komast inn í byggingar í miðbænum, líklega í leit að skjóli. Maðurinn er fluttur á lögreglustöð þar sem í ljós kemur að hann er of ölvaður til að sýsla með sín mál. Manninum boðin gisting í fangageymslu sem hann þiggur.
04:13 Nokkrir aðilar ráðast á einn í miðbænum. Árásarþoli ekki mikið slasaður en lögregla leitar nú árásaraðila og er málið í rannsókn.
05:02 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Í ljós kemur að ökumaður hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Laus eftir hefðbundið ferli.
Stöð 2
00:29 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Laus eftir hefðbundið ferli.
01:15 Lögreglu berst tilkynning um að reynt hafi verið að komast inn í sjálfsafgreiðsluvél á bensínstöð í hverfinu. Þjófarnir fóru þó tómhentir af vettvangi þar sem þeim tókst ekki að brjóta upp vélina.
Stöð 3
22:57 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur án réttinda, þá kom í ljós að ökumaður var sviptur ökuréttindum.
00:07 Lögregla kölluð til vegna vatnsleka og tjóns af völdum hans.
01:00 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur án réttinda.
Stöð 4
00:04 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.
05:51 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Laus eftir hefðbundið ferli.