-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Landssamband smábátaeigenda leitar til atvinnuveganefndar Alþingis vegna starfa sjávarútvegsráðherra 

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Strandveiðar – LS leitar til atvinnuveganefndar Alþingis

Landssamband smábátaeigenda hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis bréf.pdf þar sem vakin er athygli nefndarinnar á reglugerð um strandveiðar fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.  Við birtingu reglugerðarinnar kom í ljós að aflaviðmiðun til strandveiða hafði verið skert um allt að 1.000 tonn.  Ný reglugerð kvað á um sundurgreiningu á 11.100 tonna viðmiðuninni;  þorskur 10.000 tonn, ufsi 1.000 tonn og gullkarfi 100 tonn.

Landssamband smábátaeigenda (LS) gerði strax athugasemd með formlegum hætti í bréfi til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra   

Breytingin hefur í för með sér að Fiskistofa skal auglýsa í Stjórnartíðindum stöðvun strandveiða ef afli stefnir í að fara umfram 10.000 tonn af þorski eða 100 tonn af karfa. Samkvæmt reglugerð í fyrra var viðmiðun Fiskistofu 11.100 tonn af óslægðum botnfiski.

Ráðherra hafnar beiðni LS

LS gerði athugasemd.pdf við breytinguna og mótmælti henni harðlega.  Í svarbréfi.pdf ráðuneytisins er kröfu LS um að sundurgreiningin verði felld brott úr reglugerðinni hafnað.  Taldi ráðuneytið að breytingin fæli ekki í sér efnisbreytingar. Þar sem atvinnuveganefnd Alþingis flutti frumvarpið sem breytti fyrirkomulagi strandveiða ákvað LS að upplýsa nefndina um málefnið og óskað eftir að nefndin staðfesti skilning LS að lögin fælu í sér að 11 þúsund tonn af óslægðum botnfiski kæmu til strandveiða og ufsi þar til viðbótar.  Skilaboðum þessa efnis yrði komið til hæstvirts ráðherra.
Nauðsynlegt að hækka aflaviðmiðun til að tryggja sókn út ágúst
Í lok bréfs LS til atvinnuveganefndar er vakin athygli á að „óbreyttu verða strandveiðar stöðvaðar í enda júlí.  Viðræður standa yfir milli LS og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að bæta við áður framkominn leyfilegan heildarafla“.
https://frettatiminn.is/dekrad-vid-stora-kvotathega-og-nidst-a-smabatasjomonnum/