Fluttar voru út vörur fyrir 74,8 milljarða króna fob í apríl 2022 og inn fyrir 91,8 milljarða króna cif samkvæmt endurskoðuðum bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í apríl voru því óhagstæð um 16,9 milljarða króna.
Frávik frá bráðabirgðatölum helgast af því að í þær vantaði hluta útflutnings á sjávarafurðum og innflutningur á eldsneyti var oftalið. Verðmæti útflutnings jókst um 21,1% á tólf mánaða tímabili og verðmæti vöruinnflutnings jókst um 25,9%. Talnaefni hefur verið uppfært.
Discussion about this post