-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Ráðningastopp hjá ríki og stærri sveitarfélögum væri góð byrjun

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Útblásið opinbert kerfi undirstrikar kosti einkarekstrar

Á undanförnum áratugum hefur opinbera kerfið á Íslandi blásið út. Það á sér að hluta til skýringar í auknum kröfum um margvíslega opinbera þjónustu en samhliða hefur yfirbygging þess vaxið nánast stjórnlaust.
Á 35 ára tímabili frá 1980 til 2015 jukust útgjöld opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu um 8,6 prósentustig úr 34,1% í 42,7%. Af þessu 35 ára tímabili var Sjálfstæðisflokkurinn við völd í 25 ár og getur því ekki firrt sig ábyrgð á þessari þróun.
Hún hefur hins vegar orðið til þess að undirstrika rækilega kostieinkarekstrar, sem kannski fóru að gleymast á seinni hluta þessa tímabils, þegar stór einkafyrirtæki fóru að ryðjast um á markaðnum og leitast við að ná einokunarstöðu á tilteknum sviðum viðskiptalífsins. Sú þróun byrjaði á tíunda áratugnum en fór gersamlega úr böndum á síðustu árunum fyrir hrun.
Nú er samkeppniseftirlit farið að virka betur en þá, sem er gott og það skiptir miklu máli að það haldist.

En útblásin óþarfa yfirbyggingu ríkis og sveitarfélaga er orðin svo mikil, að tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn fari að huga að uppruna sínum og vinna að því að draga úr þeirri rándýru yfirbyggingu, sem skattgreiðendur borga kostnað við og vinna jafnframt að því að efla lítil og meðalstór einkafyrirtæki, þar sem hagkvæmni í rekstri hefur alltaf verið í fyrirrúmi.
Vonandi hafa nýjar kynslóðir innan Sjálfstæðisflokksins ekki gleymt þessum grundvallarþáttum í starfi og stefnu flokksins.

Ráðningastopp hjá ríki og stærri sveitarfélögum væri góð byrjun

Eins og að hefur verið vikið á þessari síðu eru augljóslega erfiðir tímar framundan í íslenzku efnahagslífi. Það má búast við verðhækkunum á innlendum framleiðsluvörum og aukinni verðbólgu. Hún mun aftur valda óróa vegna hækkandi afborgana af verðtryggðum fasteignalánum. Allir vita hvernig staðan er á vinnumarkaðnum. Þar að auki eru víðsjár í alþjóðlegum viðskiptum, sem geta haft neikvæð áhrif hér.

Þetta mun hafa þau áhrif að einkafyrirtæki fara að herða að sér, eins og þau gera alltaf, þegar harðnar á dalnum.
Það sama þurfa opinberir aðilar að gera, bæði ríki og stærrisveitarfélög.
En það verður erfitt fyrir þá aðila vegna þess að endurreisn heilbrigðiskerfis og velferðarkerfis, svo og vegakerfis eftir hrun er ekki lokið.
Það er þó á einu sviði opinbers rekstrar, þar sem augljóslega er svigrúm til verulega aukins aðhalds. Það er í mannahaldi. Og til slíkra aðgerða þarf að grípa í ráðuneytum og hjá ríkisstofnunum og ríkisreknum fyrirtækjum, þar sem það á við. Hið sama á að einhverju marki við um stærri sveitarfélög, eins og reyndar blasir við hjá Reykjavíkurborg.
Góð aðferð er að byrja á ráðningastoppi og ráða ekki fólk í staðþeirra, sem hætta. Dugi það ekki til þarf að grípa til uppsagna.
Að þessu þarf að huga í tengslum við fjárlagafrumvarp næsta árs og fjárhagsáætlanir stærri sveitarfélaga.“ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. Ritstjóri Morgunblaðsins.