Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Austfirðir og Suðausturland
Hugleiðingar veðurfræðings
Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og er búist við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Hægari vindur á morgun og lítilsháttar væta, en töluverðu rigning suðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Austfirðir og Suðausturland
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 15-23 m/s SA-lands fram eftir degi, síðan 13-18, en annars 8-15 m/s. Rigning um allt land, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum og SA-landi. Hiti 8 til 15 stig. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt, einkum N-lands. Austlæg átt á morgun, 8-15 og rigning SA-lands, en annars víða skúrir. Hiti 9 til 17 stig, svalast og hvassast á Vestfjörðum. Spá gerð: 31.07.2020 09:44. Gildir til: 02.08.2020 00:00.
Viðvörun
Aukin hætta á skriðum og grjóthruni á Austfjörðum
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan og norðvestan 5-13 m/s á V-verðu landinu, en annars SA-lægari og rigning eða skúrir um land allt. Hiti 8 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Norðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning NV til, en annnars hæg breytileg átt og skúrir. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða skúrir, einkum V til. Hiti 7 til 14 stig.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna undir kvöld, en þurrt að mestu fyrir norðan og hlýnar í veðri.
Spá gerð: 31.07.2020 08:08. Gildir til: 07.08.2020 12:00.