Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga mælist nú á minna dýpi en í gær og kvika hefur færst nær yfirborðinu. Ef kvikan nær að brjóta sér leið upp á yfirborðið hefst eldgos á svæðinu.
2500 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því í gær, 44 jarðskjálftar sem eru stærri en 4.0 hafa mælst og 175 á bilinu 2 til 3.
Um 700 skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, lang flestir nærri Fagradalsfjalli og jarðskjálftahrinan á svæðinu heldur áfram þar.
https://gamli.frettatiminn.is/30/07/2022/ovissustig-almannavarna-v-jardskjalftahrinu-a-reykjanesi/
Fjöldi skjálfta:
- Stærð minni en 1 alls: 784
- Stærð 1 til 2 alls: 613
- Stærð 2 til 3 alls: 175
- Stærri en 3 alls: 44
Umræða