Hugleiðingar veðurfræðings
Það hefur blásið nokkuð hraustlega á Suðvestur- og Vesturlandi í dag en nú síðdegis dregur smám saman úr vindi. Skilabakki nálgast jafnframt úr suðvestri og í kvöld má víða búast við rigningu sunnan- og vestantil á landinu.
Á morgun þokast skilin norður yfir land, vindur verður yfirleitt fremur hægur og það fer að rigna á norðurhelmingi landsins, en sunnan heiða dregur úr vætu, stöku skúrir þar eftir hádegi. Hiti 8 til 16 stig. Annað kvöld styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi.
Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s á föstudag. Þá verður rigning á Suðaustur- og Austurlandi, lítilsháttar væta annars staðar, en þurrt að kalla vestantil fram eftir degi. Hiti 8 til 15 stig, mildast vestanlands. Síðdegis rignir um tíma í flestum landshlutum og austast á landinu má búast við talsverðri úrkomu.
Á föstudagskvöld dregur úr vætu víðast hvar, en þá fer að bæta í vind syðst á landinu, og þar má búast við austan hvassviðri um nóttina og fyrri part laugardags, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Þegar líður á laugardaginn dregur úr vindi, dálítil væta með köflum víða um land, en lengst af þurrt og hlýtt á vesturhluta landsins og í innsveitum fyrir norðan. Spá gerð: 31.07.2024 15:25. Gildir til: 01.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Minnkandi suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla um landið norðanvert.
Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil á morgun, annars hægari. Rigning með köflum, en stöku skúrir sunnanlands eftir hádegi. Hiti 8 til 16 stig. Styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi annað kvöld.
Spá gerð: 31.07.2024 18:24. Gildir til: 02.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s. Rigning á Suðaustur- og Austurlandi, annars væta með köflum, en þurrt að kalla vestantil fram eftir degi. Hiti 8 til 15 stig. Talsverð rigning austast á landinu síðdegis.
Á laugardag:
Austan 8-15, en 13-20 syðst á landinu fram eftir degi. Rigning með köflum suðaustantil, annars lítilsháttar væta, en yfirleitt þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands. Rigning við norðurströndina um kvöldið.
Á sunnudag:
Norðaustan 5-13 og væta með köflum, en víða þurrt norðan- og vesanlands fram eftir degi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Ákveðin norðaustanátt og rigning, en dálítil væta um landið vestanvert. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt og skúrir á víð og dreif, en rigning norðvestantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt og líkur á skúrum, einkum síðdegis.
Spá gerð: 31.07.2024 20:05. Gildir til: 07.08.2024 12:00.