Tilkynnt var um brotið tré sem hafnað hafði á bifreið og lokar akbraut í Austurbænum rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Um sama leiti barst tilkynnt um fljúgandi Trampólín sem hafnaði á bifreið í Hafnarfirði og um girðingu að fjúka við nýbyggingu í Kópavogi. Þá var einnig tilkynnt um fljúgandi þakplötur frá nýbyggingu. Haft var samband við verktaka sem ætlaði að gera ráðstafanir
Tilkynnt var um umferðaróhapp á Breiðholtsbraut, Bifreið hafði ekið á ljósastaur og sagði vitni að ökumaðurinn og farþegi hafi hlaupið af vettvangi. Parið var svo handtekið skömmu síðar og reyndist ökumaðurinn vera 16 ára stúlka sem hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Farþeginn er 18 ára. Málið var afgreitt með aðkomu forráðamanns og tilkynningu til Barnaverndar.
Ölvunar og fíkniefnaakstur var einnig skráður í dagbók lögreglunnar.