Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í gærkvöld í Austurhluta borgarinnar. Maðurinn er sagður hafa hótað fólki með hamri og var í kjölfarið, vistaður sökum ástands, í fangageymslu lögreglu.
Þá var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu í hverfi 104. Mældur hraði bifreiðarinnar var 126 km/klst. þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. Ökumaðurinn gekkst við brotinu. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum.
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í fjölbýlishúsi í Kópavogi í nótt. Hann er grunaður um brot á vopnalögum og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Umræða