Það helst úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista fjórir í fangageymslu lögreglu. Listinn er ekki tæmandi.
Stöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes
- Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa óvelkomnum aðila á brott, lögregla fór á vettvang til aðstoðar.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, aðilinn fannst ekki.
- Tilkynnt um aðila sem var búinn að koma sér fyrir inni í hesthúsi, honum var vísað á brott.
- Ökumaður stöðvaður fyrir að aka gegn rauðu umferðarljósi, hann var einnig ljóslaus. Málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
- Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi, hann var ekki í ástandi til þess að vera meðal almennings sökum ástands. Hann vistaður í klefa.
- Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann fluttur á lögreglustöð þar sem hjúkrunarfræðingur dró úr honum blóð, hann laus að því loknu.
Stöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
- Tilkynnt um umferðaróhapp, lögregla fór á vettvang.
- Ökumaður stöðvaður en hann var með um 40cm af snjó á framrúðunni, hann reyndist einnig vera með röng skráningarnúmer á bifreiðinni sem og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann fluttur á lögreglustöð, hefbundið ferli.
- Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem tjónvaldur ók í burtu frá vettvangi. Lögregla fann tjónvald stuttu síðar, ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í klefa í þágu rannsóknar.
Stöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
- Tilkynnt um hugsanlega ölvaðan ökumann, hann reyndist vera í lagi.
- Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem var í annarlegu ástandi. Aðilinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang.
- Ökumaður stöðvaður fyrir notkun farsíma undir stýri, afgreitt með vettvangsskýrslu.
- Ökumaður stöðvaður fyrir að vera með filmur í hliðarrúðu, afgreitt með vettvangsskýrslu.
- Skráningarmerki fjarlægð af bifreið þar sem hún var ótryggð.
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun, málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
Stöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
- Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig grunaður um að valda umferðaróhappi. Fluttur á lögreglustöð þar sem hjúkrunarfræðingur dró úr honum blóð. Hann var síðan vistaður í klefa í þágu rannsóknar.
- Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem greiddi ekki fyrir farið. Farþegarnir farnir þegar lögregla kom á vettvang.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, lögregla fór og kannaði málið.
Umræða

