Veðuryfirlit
Skammt A af Scoresbysundi er vaxandi 993 mb lægð sem þokast NA, en 600 km V af Írlandi er 1035 mb hæð á hreyfingu ANA. Langt SSV í hafi er 1000 mb lægð á leið NA.
Vestfirðir – Suðvestan hríð (Gult ástand)
Strandir og Norðurland vestra – Suðvestan hríð (Gult ástand)
Norðurland eystra – Suðvestan hríð (Gult ástand)
Miðhálendið – Suðvestan hríð (Gult ástand)
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-15 og él. Hægari og úrkomulítið um hádegi, en slydda annað kvöld. Hiti nálægt frostmarki í nótt, en 1 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 05.01.2019 21:38. Gildir til: 07.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðvestan og vestan 8-13 m/s, skýjað og snjókoma eða él N- og A-lands fram eftir degi. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina.
Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan 10-18 með slyddu og síðar rigningu, en hægari og þurrt á N- og A-landi. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig um kvöldið.
Á miðvikudag:
Hvöss suðvestanátt og rigning, en þurrt A-til á landinu. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Austfjörðum. Úrkomulítið um kvöldið og kólnar í veðri.
Á fimmtudag:
Minnkandi vestanátt og skýjað með köflum, hiti kringum frostmark. Snýst í suðaustanátt með slyddu eða rigningu V-lands um kvöldið.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt. Dálítil væta S-lands, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag:
Norðanátt og kalt í veðri. Él NA-lands, en léttskýjað á S- og V-landi.
Spá gerð: 05.01.2019 21:28. Gildir til: 12.01.2019 12:00.