,,Mér finnst umræðan um þetta bera keim af örvilnun og æsingi byggt á kreddum nýfrjálshyggjunnar í stað þess að þetta sé rætt á forsendum þess hvað sé best fyrir samfélagið og ríkið“
Skv. viðtali stöðvar tvö við þau Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, kemur fram að afnema þurfi bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir.
Að pólitískur vilji sé jafnframt til þess að selja bankana skv. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimild sé til staðar og að sérstaklega sé mælt með sölunni í hvítbókinni svokölluðu. Nú rétt fyrir jól, lækkaði ríkisstjórnin bankaskattinn verulega og var sú ákvörðun vægast sagt mjög umdeild, á sama tíma og skorin voru niður framlög til öryrkja og annara málaflokka.
Ekki er víst að stjórnarandstaðan sé jafn áköf í að einkavæða bankana aftur, eftir það sem að á undan er gengið og líklegt að hún eigi eftir að láta í sér heyra á Alþingi þegar að þar að kemur varðandi fyrirhugaða einkavæðingu á bönkunum m.v. það sem að Smári McCarthy þingmaður pírata segir m.a. um málið nú í kvöld:
,,Af hverju er umræðan orðin sú að það sé sjálfgefið og sjálfsagt að bankarnir verði seldir?
Nú er ég ekkert endilega á því að þeir eigi að vera í ríkiseigu til frambúðar, en mér finnst umræðan um þetta bera keim af örvilnun og æsingi byggt á kreddum nýfrjálshyggjunnar í stað þess að þetta sé rætt á forsendum þess hvað sé best fyrir samfélagið og ríkið.
Ég held að í öllu falli ætti ekki að selja neinn bankanna nema í smáum skrefum yfir margra ára tímabil, með fyrirfram gegnum skilyrðum um stöðugleika, skipulag, verð og gæði sem þarf að uppfylla fyrir hvern áfanga fyrir sig.“ Sagði Smári McCarthy þingmaður pírata
Tengt efni:
https://www.fti.is/2018/12/12/islenska-bankakerfid-faer-falleinkun-hair-vextir-dyrt-okur-glaepastarfsemi-spilling-og-graedgi-eru-ordin-sem-flestum-dettur-fyrst-i-hug/
https://www.fti.is/2019/01/04/thraelalan-a-islandi-ef-svona-kjor-bydust-i-sviss-yrdu-uppthot-a-gotum-uti/