Komið var að íslenskum manni látnum í fangaklefa á Litla Hrauni í morgun.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en ekkert bendir til þess að um saknæman verknað hafi verið um að ræða, heldur hafi hann framið sjálfsvíg að því er kemur fram á mbl.is sem greindi fyrst frá málinu. Þar er rætt við Pál Winkel fangelsismálastjóra sem segir: „Við erum slegin, okkar fyrsta verkefni er að hlúa hvert að öðru, bæði starfsfólki og vistmönnum.“ Þá kemur fram að haft hafi verið samband við aðstandendur hins látna og sett af stað viðbragðsáætlun sem felst fyrst og fremst í því að tryggja öryggi allra og hlúa vel að vistmönnum og starfsfólki.
Fréttatíminn fjallaði um annað sjálfsvíg í fangelsi fyrir um ári síðan.
https://www.fti.is/2018/03/01/gratbad-um-salfraediadstod-tvaer-vikur-fyrir-sjalfsvigid/
https://www.fti.is/2018/03/31/salfraedithjonusta-ollum-fangelsum-landsins-thingsalyktu-samfylkingar/