Veðuryfirlit
Um 400 km SV af Írlandi er víðáttumikil 1040 mb hæð. 1000 km S af Hvarfi er 995 mb lægð og frá henni liggur dýpkandi lægðardrag inn á Grænlandshaf.
Samantekt gerð: 08.01.2019 20:13.
Vestfirðir – Suðvestanstormur (Gult ástand)
Strandir og Norðurland vestra – Suðvestanstormur eða -rok (Gult ástand)
Norðurland eystra – Suðvestanstormur eða -rok (Gult ástand)
Austurland að Glettingi – Vestanstormur eða -rok (Gult ástand)
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-13 m/s og dálítil súld i nótt. Suðvestan 10-18 og rigning eða súld með köflum kringum hádegi. Hiti 4 til 8 stig.
Spá gerð: 09.01.2019 00:30. Gildir til: 10.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vestan 15-20 m/s við N-ströndina um morguninn, en lægir síðan smám saman og rofar til. Mun hægari vindur og rigning eða slydda með köflum SV-til, en styttir upp seinnipartinn. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti 1 til 5 stig syðst.
Á föstudag:
Gengur í sunnan og suðaustan 8-15 m/s með slyddu eða rigningu, en lengst af þurrt fyrir austan. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 7 stig seinni partinn. Hægari, vestlægari og víða dálítil væta um kvöldið.
Á laugardag:
Breytileg átt yfirleitt 5-13 m/s. Þurrt að kalla fyrripartinn og fremur svalt, snjókoma N-til, en slydda eða rigning syðra.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum og kólnandi veður, en yfirleitt léttskýjað S- og V-lands. Úrkomuminna síðdegis og víða frost.
Á mánudag:
Gengur líklega í hvassa austanátt með úrkomu víða á landinu, einkum S- og V-lands. Áfram svalt veður, en hlánar sunnantil.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðalæga átt með ofankomu um landið norðan- og austanvert en þurrt að kalla syðra. Vægt frost.