• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

,,Þau ein hafi rétt á að ákveða hver eiga að fá að njóta hagvaxtarins í „landi tækifæranna“

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
19. janúar 2019
in Innlent
A A
0

„Án vinnu okkar er ekki hægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi, án vinnu okkar hættir velferðarkerfið samstundis að starfa, án vinnu okkar hætta eigendur atvinnutækjanna að græða. Án vinnu okkar er enginn hagvöxtur. Án vinnu okkar hefði verið ómögulegt að koma þjóðfélaginu upp úr þeirri djúpu og skelfilegu kreppu sem hömlu- og skeytingarleysi fjármálakerfisins, og stjórnmálastéttar sem starfaði í þágu þess, leiddi yfir Ísland. Þetta er hinn einfaldi og augljósi sannleikur.

Sólveig Anna Jónsdóttir

En þrátt fyrir að þessi sannleikur hljóti að blasa við öllum sem skoða málin af sanngirni og réttsýni er kröfum okkar engu að síður mætt með óbilgirni og í sumum tilfellum forherðingu. Því miður heyrast hér háværar raddir þeirra sem láta eins og þau ein hafi rétt á að ákveða hver eiga að fá að njóta hagvaxtarins í „landi tækifæranna“, þau ein megi ákveða hvernig skipta eigi þeim gæðum sem vinna okkar býr til, að þegar kemur að efnahagsmálum sé best að vinnuaflið hafi ekkert um þau að segja.
Það er í raun hörmulegt að hlusta á þau sem svona tala því í orðum þeirra opinberast einstaklega ólýðræðisleg og afturhaldssöm afstaða til samfélagsins, afstaða sem við hljótum að hafna alfarið.
Pólitísk og efnahagsleg valdastétt í þjóðfélagi sem vill kenna sig við lýðræði og jöfn réttindi allra á ekki að komast upp með að horfa fram hjá því grundvallaratriði sem efnahagslegt réttlæti er. Ef hún gerir það opinberar hún einfaldlega eigin hræsni.
Því það er til marks um hræsni að tala um lýðræði og jafnrétti þegar fullkomlega sjálfsögðum kröfum vinnuaflsins um jafnari skiptingu gæðanna er mætt með vanstillingu og heimsendaspám, eða forneskjulegum hugmyndum um lengingu dagvinnutímans.“ Segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    32 deilingar
    Share 13 Tweet 8
  • Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    86 deilingar
    Share 34 Tweet 22
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?