,,Maður var vistaður í fangaklefa en hann svaf undir húsvegg í frostinu sem var í nótt í hverfi 101 og var hann í annarlegur ástandi og var orðin kaldur og hafði í engin hús að vernda.
Þá var einnig ofurölvuðum aðila í hverfi 108 ekið heim þar sem hann gat enga björg sér veitt úti á götu.
Umferðaróhapp varð í hverfi 101 þar sem ökumaður ók á umferðarljós, ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda ásamt því að bifreið hans var vanbúin til vetraraksturs.
Lögreglumenn í eftirlitsferð veittu athygli tveimur mannlausum bifreiðum í hverfi 107 og við nánari eftirgrenslan kom í ljós að bifreiðunum hafði verið stolið, eigendur voru upplýstir um málið.“ Segir í dagbók lögreglunnar.
Umræða