Vegagerðin hefur sent frá sér áætlun um lokanir á vegum vegna veðurs 5. og 6. febrúar 2019.
Búast má við að eftirfarandi vegir lokist eða verði ófærir vegna veðurs þriðjudaginn 5. og miðvikudaginn 6. febrúar meðan veður sem spáð er gengur yfir.
Hvolsvöllur – Vík
Lokun kl. 12:00. 5. feb.
Líkleg opnun: kl 04:00 6. feb.
Skeiðarársandur og Öræfasveit (Núpsstaður-Höfn)
Lokun kl. 16:00 5. feb.
Líkleg opnun: kl 10:00 6. feb.
Hellisheiði og Þrengsli
Lokun kl. 06:00 5. feb.
Líkleg opnun 05:00 6. feb.
Kjalarnes
Lokun kl. 07:00 5. feb.
Líkleg opnun 12:00
Mosfellsheiði
Lokun kl. 07:00 5. feb.
Líkleg opnun 05:00 6. feb.
Færð og aðstæður
Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu, hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Kalt er í veðri norðanlands en hiti kominn um og yfir frostmark sunnanlands
Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir eru á flestum stofnbrautum.
Suðvesturland: Hálka eða hálkublettir á langflestum leiðum og skafrenningur er á Hellisheiði.
Vesturland: Hálka á flestum leiðum en snjóþekja og skafrenningur er á Vatnaleið og við Hafursfell. Skafrenningur er er einnig undir Hafnarfjalli og á Vestfjarðavegi í Dölum.
Vestfirðir: Víðast hvar hálka á vegum en þæfingsfærð er norður í Árneshrepp. Skafrenningur er á nokkrum fjallvegum og éljagangur á Ströndum.
Norðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum aðalleiðum og víða snjóþekja á útvegum.
Norðausturland: Hálka flestum vegum en éljagangur á Tjörnesi. Þungfært er á Hlíðarvegi milli Axlar og Eyvindarstaða.
Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Snjókoma er í Breiðdal en éljagangur er á Fagradal.
Suðausturland: Hálka eða hálkublettir eru á vegum og einhver éljagangur.
Suðurland: Víðast hvar hálka eða snjóþekja.
Ábending til vegfarenda
Kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar. Hluti hálkuvarnarefnis fýkur af við dreifingu og öðrum hluta feykir umferð burt. Yfirborð vegar getur því orðið hált áfram þrátt fyrir hálkuvarnir.
Framkvæmdir á Suðurlandsvegi
Vegna vinnu við að breikkun Hringvegar er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um 3 km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju. Á afmörkuðum köflum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Einnig á vestri enda Hvammsvegar við vegamótin að Hringvegi. Framúrakstur er bannaður á framkvæmdasvæðinu. Áætluð verklok eru 1. mars nk.