Þá er komið að því, veiðin með Gunnari Bender á sunnudagskvöldum í mars á Hringbraut
Við heyrðum í Gunnari Bender og hann sagði að nú styttist í veiðiþættina en tökur stóðu frá hausti og aðeins fram yfir áramótin.
Stutt er síðan að við greindum frá ísveiðinni á Meðalfellsvatni, þar sem að fjórir menn féllu niður um ís þegar að verið var að taka upp dorgveiði á vatninu og Gunnar Bender einn þeirra sem að féllu í vatnið. ,,Það hefur gengið á ýmsu við tökur á þáttunum en að mestu leiti hefur þetta allt saman gengið mjög vel,“ sagði Gunnar sem að vill ekki upplýsa um hvort að áhorfendur fái að sjá atriðið þegar að menn fóru niður um ísinn. ,,Það verður bara að koma í ljós“
,,Það er um fjölbreytt efni að ræða í veiðiþáttunum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Sagði Gunnar Bender um þættina og hér að neðan er kynnningarmyndband Hringbrautar:
https://www.facebook.com/gunnar.bender.1/videos/10156690327842819/