Samtök ferðaþjónustunnar fara fram á eftirlitsúttekt til að eyða óvissu um sölu notaðra bílaleigubíla
Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sjónvarpað var á RÚV í gærkvöld kom fram að bílaleigan ProCar ehf. hafi átt við kílómetrastöðu á bílaleigubílum áður en þeir voru seldir á almennum markaði. Forsvarsmenn umræddrar bílaleigu hafa þegar gengist við brotunum í yfirlýsingu. Er ljóst að um víðtæk brot er að ræða sem snúa að fjölda bíla um nokkurra ára bil.
,,Samtök ferðaþjónustunnar fordæma umrædd brot og árétta að auk þess að blekkja og brjóta alvarlega á rétti einstaklinga og lögaðila sem í góðri trú hafa keypt notaða bíla af viðkomandi bílaleigu, skekkir slík brotastarfsemi samkeppnisstöðu bílaleiga í landinu.
SAF árétta að innan raða samtakanna starfar fjöldi bílaleiga sem stunda ábyrgan og heiðarlegan atvinnurekstur. Ólíðandi er að brot eins fyrirtækis varpi óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu. Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir fagmennsku og gæði og líða ekki brot sem þessi.
Umrædd bílaleiga er aðili að SAF. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórn SAF ákveðið einróma að vísa fyrirtækinu úr samtökunum á grundvelli 5. gr. laga SAF þar sem segir að Stjórn SAF geti vikið félaga úr samtökunum „vegna alvarlegs brots gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti.“
Ennfremur leggja SAF og fulltrúar bílaleiga innan samtakanna mikla áherslu á að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hlutist til um að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi, með tilviljanakenndu úrtaki innan hverrar bílaleigu. Þar verði kannað hvort samningar um sölu á bílum í eigu bílaleiga séu í samræmi við kílómetratalningu í leigusamningum. Slíkt eftirlit þarf að eiga sér stað eins fljótt og verða má með það að markmiði að eyða allri óvissu sem kann að ríkja um sölu á notuðum bílaleigubílum.
SAF munu hér eftir sem hingað til vinna að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, fagmennsku og gæði í ferðaþjónustu á Íslandi.“ Segir í yfirlýsingu samtakanna.
,,Samtök ferðaþjónustunnar fordæma umrædd brot og árétta að auk þess að blekkja og brjóta alvarlega á rétti einstaklinga og lögaðila sem í góðri trú hafa keypt notaða bíla af viðkomandi bílaleigu, skekkir slík brotastarfsemi samkeppnisstöðu bílaleiga í landinu.
SAF árétta að innan raða samtakanna starfar fjöldi bílaleiga sem stunda ábyrgan og heiðarlegan atvinnurekstur. Ólíðandi er að brot eins fyrirtækis varpi óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu. Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir fagmennsku og gæði og líða ekki brot sem þessi.
Umrædd bílaleiga er aðili að SAF. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórn SAF ákveðið einróma að vísa fyrirtækinu úr samtökunum á grundvelli 5. gr. laga SAF þar sem segir að Stjórn SAF geti vikið félaga úr samtökunum „vegna alvarlegs brots gegn lögum samtakanna, landslögum eða venjum er varða góða viðskiptahætti.“
Ennfremur leggja SAF og fulltrúar bílaleiga innan samtakanna mikla áherslu á að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hlutist til um að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi, með tilviljanakenndu úrtaki innan hverrar bílaleigu. Þar verði kannað hvort samningar um sölu á bílum í eigu bílaleiga séu í samræmi við kílómetratalningu í leigusamningum. Slíkt eftirlit þarf að eiga sér stað eins fljótt og verða má með það að markmiði að eyða allri óvissu sem kann að ríkja um sölu á notuðum bílaleigubílum.
SAF munu hér eftir sem hingað til vinna að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, fagmennsku og gæði í ferðaþjónustu á Íslandi.“ Segir í yfirlýsingu samtakanna.
Umræða