Suðvestankaldi og él á vestanverðu landinu í dag, en yfirleitt bjart eystra og hiti kringum frostmark. Langt suður í hafi er kröpp og ört dýpkandi lægð á hraðri siglingu norður á bóginn. Eftir miðnætti er lægðin farin að nálgast suðurströndina og eykst þá vindur af norðaustri. Gengur í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu og hríðarverði austan til seint í nótt og í fyrramálið og hlýnar eystra.
,,Upp úr hádegi á morgun er lægðin komin austur fyrir land og snýst þá í norðvestanstorm eða -rok með éljagangi austan til, en annars hægari vestan- og norðvestanátt og él á víð og dreif.
Þessi slæma veðurspá fyrir austurhelming landsins ætti að hvetja ökumenn og ferðalanga þar til að grandskoða ferðaáætlanir sínar því vænta má samgöngutruflana á þeim slóðum.“ Segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 8-15 m/s og él, en skýjað með köflum og úrkomulítið A-lands. Hægari sunnanátt í kvöld. Hiti kringum frostmark að deginum, en sums staðar vægt frost fyrir norðan.
Gengur í norðaustan 18-23 með slyddu eða rigningu SA-til í nótt, en síðar einnig NA-til með snjókomu eða skafrennigni þar. Snýst í norðvestan 18-25 með éljagangi A-til á morgun, en annars hægari vestan og norðvestanátt og él. Hlýnar við A-ströndina á morgun. Spá gerð: 21.03.2019 05:17. Gildir til: 22.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan 5-10 m/s og úrkomulítið framan af degi, en gengur síðan í sunnan og suðvestan 10-15 með snjókomu eða slyddu, fyrst SV-lands. Hiti í kringum frostmark.
Á sunnudag:
Norðlæg átt með lítilsháttar éljum eða snjókomu, en rofar til fyrir sunnan. Lægir um kvöldið og léttir til. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag:
Hvöss suðlæg átt með hlýindum og rigningu, en lengst af þurrt og bjart veður á norðausturhorninu.
Á þriðjudag:
Hvöss suðvestanátt og kólnar aftur með éljum, en léttir til fyrir austan.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt og hlýindi með talsverðri vætu, en þurrt að kalla fyrir austan.
Spá gerð: 21.03.2019 07:27. Gildir til: 28.03.2019 12:00.