Ólafur Jónsson, Togaraskipstjóri til margra áratuga hefur undanfarin ár haldið úti áhugaverðum pistlum um fiskveiðikerfið og fiskveiðar við Ísland
Ólafur á marga skoðanabræður innan sjávarútvegsins enda hefur hann margra áratuga reynslu af fiskveiðum og lífríki sjávarins sem einn aflahæsti skipstjóri á Íslandi um árabil.
,,Við viljum að bæjarfélögin hringinn í kringum landið brauðfæði sig sjálf en séu ekki ölmusu þiggjendur á ríkinu“
Ólafi hugnast ekki hvernig fiskveiðum við Ísland hefur verið stjórnað frá því að kvótakerfið var tekið upp. Hefur hann bent m.a. á það að kvótakerfið sé hannað til þess að vernda „eigendur“ kvótans en ekki fiskinn í sjónum.
Þá hefur hann gagnrýnt hvernig sjávarútvegsfyrirtæki hafa farið illa með auðlindina m.a. með brottkasti á fiski í hafið.
Þá hefur engum dulist sem að hafa hlustað á myndbönd Ólafs að honum er sérlega í nöp við Þorstein Má Baldvinsson hjá Samherja og nefnir það að þeir hafi eldað grátt silfur um árabil.
Ólafur Jónsson talar hreint út um hlutina og oft á sjómannamáli, þannig að engum ætti að dyljast meiningar hans þegar að kemur að málefnum sem að varða fiskveiðar og fiskafurðir.
Það er líka kristaltært að handhafar fiskveiðiheimilda eða sægreifar / sjóræningjar eins og þeir hafa verið nefndir, líkar illa að verið sé að rugga bátnum en Ólafi gæti ekki verið meira sama.
Ólafur hefur vakið ítrekaða athygli á því og heldur því staðfastlega fram að Seðlabankinn falsi gengi krónunnar fyrir útgerðina á kostnað almennings og hefur fært fyrir því rök á undanförnum árum.
Hann setur mikið af færslum um málefni líðandi stundar inn á síðu sína, bæði varðandi fiskveiðar og annað og hér er hægt að skoða síðu Ólafs en erfitt gæti reynst að senda vinabeiðni þar sem að hann hefur nánast fyllt upp í 5000 manna vinakvóta Facebook.
„Drullaðu þér í burtu“
https://www.facebook.com/olafur.olafur/videos/10206340836465192/
https://www.fti.is/2019/01/12/ad-henda-fiski-eru-ekki-sjalfbaerar-veidar-heldur-ranyrkja-olafur-skipstjori-varadi-itrekad-vid-brottkasti/