Lyf sem notuð eru til að hafa stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum með sykursýki, hefur nú verið notað til þess að koma í veg fyrir eða hægja á nýrnasjúkdómum, sem veldur milljónum dauðsfalla á hverju ári. Rannsóknarstofa prófaði lyfið Invansana Janssen Pharmaceuticals. Niðurstöðurnar voru ræddar í gær á ráðstefnu um læknisfræði í Ástralíu og voru birtar í New England Journal of Medicine.
Um það bil 30 milljónir Bandaríkjamanna og meira en 420 milljónir manns um allan heim eru með sykursýki og flest tilfelli eru af tegund tvö, sem að tengd er við offitu. Þegar líkaminn getur ekki notað insúlín sem skiptir mat í orku, getur það skemmt nýrun með tímanum, sem að svo veldur sjúkdómum að lokum. Í Bandaríkjunum er næstum hálf milljón manna sem þurfa að tengjast vél vegna nýrnabilunnar á ári og mikill fjöldi þarf nýrnaígræðslu.
Sum blóðþrýstingslyf minnka þessa hættu en þau eru aðeins að hluta til virk. Nýja rannsóknin, gekk út á að notað var lyf til þess að hjálpa blóðsykursstjórnun til þess að athuga hvort að það gæti einnig komið í veg fyrir nýrnasjúkdóm, þegar þeim þætti er bætt við hefðbundna meðferð. Í þágu rannsóknarinnar fengu 13.000 einstaklingar með sykursýki af tegund tvö og langvarandi nýrnasjúkdóma, búsettir í öllum heimshornum, lyfið.
Óháðir sérfræðingar fylgdust með rannsókninni og þegar að 4.400 manns höfðu verið meðhöndlaðar í um það bil tvö og hálft ár, að meðaltali, kom í ljós að lyfið hjálpaði. Þeir sem fengu lyfið höfðu 30% lægri áhættu á; nýrnabilun, þörf fyrir skilun, þörf fyrir nýrnaígræðslu, dauða vegna nýrna- eða hjarta tengdra orsaka. Af hverjum 1.000 manns sem taka lyfið í tvö og hálft ár, þá eru 47 færri tilfelli af einu af þessum atriðum, segja vísindamenn. Tíðni alvarlegra aukaverkana var svipuð í lyfja- og lyfleysuhópunum.
Lyfið kostar um 500 Bandaríkjadali á mánuði í Bandaríkjunum. Útgjöld sjúklinga geta verið mismunandi, fer allt eftir tryggingum.
Mikilvægi þessarar stóra og vel heppnuðu rannsóknar má samt ekki vera ofmetin. Á undanförnum árum hafa nokkrar rannsóknir komist að því að Invokana og sum svipuð lyf geta dregið úr hjartasjúkdómum. Nýju niðurstöðurnar sem sýna að Invokana gæti einnig komið í veg fyrir nýrnabilun, auka möguleika lyfsins.