Enginn var með allar sex aðaltölurnar réttar auk Víkingatölunnar og flyst því upphæð 1. vinnings yfir til næstu viku.
Einn var með 2. vinning og hlýtur hann rúmlega 60 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Finnlandi.
Tveir áskrifendur skiptu hinum al-íslenska 3ja vinningi á milli sín og fær hvor 847.700 kr. í sinn hlut. Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Shellskálanum í Hveragerði en hinn er í áskrift.
Umræða