Í síðustu viku slösuðust níu vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 5. – 11. maí.
Mánudaginn 6. maí kl. 16.12 varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut til suðurs, sunnan mislægra gatnamóta að Kauptúni. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.
Miðvikudaginn 8. maí kl. 8.13 var bifhjóli ekið norður hægri akrein Reykjanesbrautar, norðan hringtorgs við Lækjargötu, beygt til vinstri og utan í hægri framhlið bifreiðar á vinstri akreininni. Bifhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild.
Föstudaginn 10. maí kl. 15.56 var bifreið ekið á mannlausa bifreið á bifreiðastæði við Litlatún og síðan á flaggstöng þar sem hún stöðvaðist. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 11. maí. Kl. 13.19 var bifreið ekið suður Höfðabakka og aftan á vespu á gatnamótum Bæjarháls. Ökumaður vespunnar var fluttur á slysadeild. Kl. 19.33 varð þriggja bifreiða aftanákeyrsla á Hafnarfjarðarvegi, gegnt Silfurtúni á norðurleið. Þrennt ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 19.49 féll farþegi leigubifreiðar, sem var að stíga út úr bifreiðinni í Dalsmára, þegar henni var ekið af stað með þeim afleiðingum að fótur varð undir afturhjólinu. Farþeginn var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.