Gulvestungar og Orkan okkar skipuleggja mótmælastöðu fyrir framan alþingishúsið á morgun kl. 16:30. Tilefnið er framhald á 2. umræðu um 3. orkupakkann. Hér er slóð á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/366902017505905/
Gulu vestinn hafa þegar staðið fyrir tveimur mótmælafundum til að mótmæla orkupakka 3. Annar var síðastliðinn fimmtdeginum en hinn núna á laugardaginn. Lauslega áætlað voru gestir í báðum tilvikum í kringum 300. Síðastliðinn þriðjudag afhentu nokkrir fulltrúa samtakanna 1. varaforseta Alþingis tæplega 14.000. Nú eru þær komnar hátt í 15.000.
Með mótmælastöðunni á morgun viljum við undirstirka áskorun til þingmanna um að hafna þingsályktuninni með 3. orkupakkanum eða að minnsta kosti að fresta umræðunni til næsta haust og nýta tímann sem gefst til að kynna málið betur.
Í viðhengi eru nokkrar myndir frá mótmælunum sl. laugardag. Það má líka benda á að það eru fleiri myndir á læksíðunni á Facebook: https://www.facebook.com/pg/orkanokkar/photos/?ref=page_internal og svo hefur verið gerð YouTube-myndasyrpa með myndunum undir laginu Vígin falla í flutningi Jónas Sig og ritvélanna okkar: https://www.youtube.com/watch?v=Qjps7sLFDGQ