Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir komandi viku er ótrúlega góð miðað við veðurfarið s.l. sumur, en veðurspáin gerir ráð fyrir heiðskíru veðri og logni víðast hvar á landinu. Hitinn á svo að ná hámarki á fimmtudag í næstu viku og gæti hann hugsanlega náð upp í 28 gráður í innsveitum á Suðvesturlandinu.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt 3-10 m/s, en 10-15 með austurströndinni. Yfirleitt bjartviðri, en þykknar upp um landið norðaustanvert og fer að rigna, fyrst austast. Dregur úr vindi í nótt. Norðlæg átt 5-10 á morgun. Dálítil rigning norðantil á landinu fram eftir degi, en síðan úrkomulítið, en áfram bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti frá 4 stigum NA-til, upp í 16 stig á Suðurlandi að deginum. Spá gerð: 08.06.2019 05:09. Gildir til: 09.06.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða léttskýjað og hiti 10 til 18 stig að deginum, en skýjað með köflum A- og SA-lands og svalara í veðri.
Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðantil.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað, hiti 10 til 22 stig og hlýjast S-lands, en svalara við N- og A-ströndina og líkur á þokulofti.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, bjart SV-til, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar væta N-lands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast SV-lands, en svalara við A-ströndina.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt og víða léttskýjað fyrir norðan, en skýjað með köflum og þurrt að kalla syðra. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á N- og V-landi, en svalast við A-ströndina.
Spá gerð: 08.06.2019 08:43. Gildir til: 15.06.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustlæg átt á landinu nú um helgina. Yfirleitt 5-10 m/s, en hvassara við austurströndina í dag. Áfram léttskýjað víða um land, en þykknar upp norðaustantil á landinu með dálítilli vætu þegar líður á daginn, en þykknar upp á Norðvesturlandi í kvöld með dálítilli vætu þar í nótt. Styttir að mestu upp fyrir norðan þegar líður á morgundaginn, en áfram bjart sunnan- og vestanlands. Hiti verður svipaður og síðustu daga. Á fjallvegum norðaustan- og austanlands má búast við slyddu og jafnvel snjókomu sem getur skapað varhugaverðar aðstæður fyrir ökumenn. Hlýnar í veðri eftir helgi, en enn er óvissa í spám hvernig veðrið muni þróast og hversu hlýtt verður. Spá gerð: 08.06.2019 06:50. Gildir til: 09.06.2019 00:00.